Keppni
Coffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
Hinn alþjóðlegi kokteilaviðburður Woodford Reserve Old Fashioned Week var haldinn hér á landi í fyrsta sinn í síðustu viku og markaði tímamót fyrir íslenska baramenningu. Hátíðin, sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem virtur viðburður meðal fagfólks og áhugafólks um kokteila, beinir sjónum sínum að einum þekktasta og tímalausasta kokteil heimsins, Old Fashioned.
Woodford Reserve Old Fashioned Week á rætur að rekja til Parísar þar sem hún var fyrst haldin fyrir rúmum tíu árum. Síðan þá hefur viðburðurinn vaxið jafnt og þétt og verið haldinn víða um heim með áherslu á klassískt handverk, gæði hráefna og nákvæmni í útfærslu. Old Fashioned kokteillinn er þar í aðalhlutverki og þjónar sem tákn fyrir einfaldleika, jafnvægi og fagmennsku í blöndun.
Áhugaverðustu barir landsins sameinuðust um að taka þátt í hátíðinni og buðu gestum bæði upp á klassíska útgáfu Old Fashioned sem og sérhannaðar útfærslur sem þróaðar voru sérstaklega fyrir tilefnið. Meðal þátttakenda voru The Reykjavík Edition, Jungle, Veður, Skál, Drykk, Kaldi Bar, Coffee & Cocktails, Daisy, Kramber, Bingó og Eyja vínstofa á Akureyri.

Dómnefndin að störfum.
Davíð Pétursson kokteilasérfræðingur, Elna María Tómasdóttir varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands, Binna Glee samfélagsmiðlastjarna og Adam Helgason lífskúnster.
Samhliða hátíðinni fór dómnefnd á vegum Barþjónaklúbbs Íslands á milli þátttökustaða og mat útfærslur þeirra á Old Fashioned kokteilnum. Í dómnefnd sátu Andri Davíð Pétursson kokteilasérfræðingur, Elna María Tómasdóttir varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands, Adam Helgason lífskúnster og Binna Glee samfélagsmiðlastjarna. Markmiðið var að finna þann drykk sem best sameinaði klassískt handverk, bragðjafnvægi og frumleika.
Úrslitin endurspegluðu fjölbreytni og metnað íslenskra barþjóna. Fyrsta sæti hlaut Coffee & Cocktails með drykkinn Wood & Figs eftir Imad. Í öðru sæti varð Veður með Brown Butter Old Fashioned eftir Mimi og þriðja sætið hlaut Skál með Pine as Hell eftir Kela.
Með fyrstu útgáfu Woodford Reserve Old Fashioned Week á Íslandi hefur verið stigið skref sem styrkir enn frekar stöðu landsins á alþjóðlegum vettvangi kokteilamenningar og undirstrikar þann faglega kraft sem býr í íslenskum börum og barþjónum.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús









