Lifid
Chablis smökkun 8.10
Fulltrúi frá La Chablisienne var með kynningu í Vínskólanum 8.10, ungur víngerðamaður sem ólst upp í vínekrunum og varði nokkra mánuði hjá Jacob’s Creek til að kynnast víngerð í heiminum. Hann var með 8 vín úr smiðju La Chablisienne, í heildnni mjög spennandi og ekki eingöngu stærstu og dýrustu vínin:
– Petit Chablis 06: ferskt og óeikað, steiefni og fíngerður ávöxtur
– Chablis 06: óeikað, steinefni, mjög dæmigert, 30% af víninu fer í malolactique gerjun
– La Pierrelée Chablis 05: útr völdum ekrum, Kimmeridgien, blóm, pipar, epli, sitróna, fíngert og „clean“
– La Vénérable „vieilles vignes“ 03: vínviður eldri en 30 ára, 20% fer á eik (1-2-3 ára tunnur), breitt, létt tannískt, mjúkt, hentur (hesli), létt ristað, góð sýra. „Sur lies“ og batonnageí 16 mán. Flott vín
– 1er Cru – La Singulière 04: blanda úr ýmsum 1er Crus til að fá fram Kimmeridgien einkenni og steinefnin. Hvít blóm, elegant en vantar miðjuna í bragði. Mikil haglél þetta ár hafa haft áhrif.
– 1er cru Fourchaume 05: flottur árgangur. Létt ristað, perubrjóstsykur, sitróna, mynta, hnetur – margslungið vín, elegant og mjúkt, fallegt efni og vel gert vín, langt eftirbragð. Að hluta 14 mán í eik.
– Grand Cru Les Preuses 01: að hluta 16 mán í eik. Hreint og clean, mikið vín, perubrjóstsykur, sitróna, mynta – margslungið og flókið, mjög gott jafnvægi.
– Grand Cru Château Les Grenouilles 02: besti árgangur síðara ára í Chablis, að hluta 24 mán í eik – og að hluta gerjað á tunnu. Margslungið og stórt vín, góð steinefni, mikill og fíngerður ávöxtur, létt ristað, aðeins hunangs- og bývaxtónar, þurrt og ferskt, vín til að vera stolt af.
Dominique

-
Keppni22 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við