Vertu memm

Lifid

Chablis smökkun 8.10

Birting:

þann

Fulltrúi frá La Chablisienne var með kynningu í Vínskólanum 8.10, ungur víngerðamaður sem ólst upp í vínekrunum og varði nokkra mánuði hjá Jacob’s Creek til að kynnast víngerð í heiminum. Hann var með 8 vín úr smiðju La Chablisienne, í heildnni mjög spennandi og ekki eingöngu stærstu og dýrustu vínin:
– Petit Chablis 06: ferskt og óeikað, steiefni og fíngerður ávöxtur
– Chablis 06: óeikað, steinefni, mjög dæmigert, 30% af víninu fer í malolactique gerjun
– La Pierrelée Chablis 05: útr völdum ekrum, Kimmeridgien, blóm, pipar, epli, sitróna, fíngert og „clean“
– La Vénérable „vieilles vignes“ 03: vínviður eldri en 30 ára, 20% fer á eik (1-2-3 ára tunnur), breitt, létt tannískt, mjúkt, hentur (hesli), létt ristað, góð sýra. „Sur lies“ og batonnageí 16 mán. Flott vín
– 1er Cru – La Singulière 04: blanda úr ýmsum 1er Crus til að fá fram Kimmeridgien einkenni og steinefnin. Hvít blóm, elegant en vantar miðjuna í bragði. Mikil haglél þetta ár hafa haft áhrif.
– 1er cru Fourchaume 05: flottur árgangur. Létt ristað, perubrjóstsykur, sitróna, mynta, hnetur – margslungið vín, elegant og mjúkt, fallegt efni og vel gert vín, langt eftirbragð. Að hluta 14 mán í eik.
– Grand Cru Les Preuses 01: að hluta 16 mán í eik. Hreint og clean, mikið vín, perubrjóstsykur, sitróna, mynta – margslungið og flókið, mjög gott jafnvægi.
– Grand Cru Château Les Grenouilles 02: besti árgangur síðara ára í Chablis, að hluta 24 mán í eik – og að hluta gerjað á tunnu. Margslungið og stórt vín, góð steinefni, mikill og fíngerður ávöxtur, létt ristað, aðeins hunangs- og bývaxtónar, þurrt og ferskt, vín til að vera stolt af.
Dominique

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið