Viðtöl, örfréttir & frumraun
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
Veitingastaðurinn Centrum á Akureyri eykur starfsemi sína með nýrri viðbót í húsnæði gamla Pósthúsbarsins. Nýja rýmið verður opnað formlega föstudaginn 28. febrúar kl. 20:00.

Garðar Kári Garðarsson, einn af fremstu kokkum Íslands og margverðlaunaður meistarakokkur, hreppti meðal annars titilinn Kokkur ársins 2018 og stendur nú að baki þessari spennandi viðbót við veitingastaðinn Centrum.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
Garðar Kári Garðarsson, veitingamaður og forsprakki breytinganna, segir að mikið hafi verið lagt í hönnun og val á litum, efnum og áferð til að skapa einstakt veitingasvæði fyrir gesti.
Viðbótin mun innihalda sérhannaðan „Lounge“ matseðil með smáréttum, auk þess sem barþjónar hafa þróað sérstaka kokteila sem verða aðeins í boði á þessum stað.
Nýju opnunartímarnir verða eftirfarandi:
- Fimmtudaga: 16:00-00:00
- Föstudaga & laugardaga: 16:00-01:00
Á þessum dögum verður einnig boðið upp á lifandi tónlist og viðburði. Áætlað er að hafa opið alla daga yfir sumartímann.
Lesa má meira um málið á Kaffid.is.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast