Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum

Birting:

þann

Centrum Kitchen & Bar á Akureyri

Centrum Kitchen & Bar á Akureyri.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Veitingastaðurinn Centrum á Akureyri eykur starfsemi sína með nýrri viðbót í húsnæði gamla Pósthúsbarsins. Nýja rýmið verður opnað formlega föstudaginn 28. febrúar kl. 20:00.

Garðar Kári Garðarsson

Garðar Kári Garðarsson, einn af fremstu kokkum Íslands og margverðlaunaður meistarakokkur, hreppti meðal annars titilinn Kokkur ársins 2018 og stendur nú að baki þessari spennandi viðbót við veitingastaðinn Centrum.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

Garðar Kári Garðarsson, veitingamaður og forsprakki breytinganna, segir að mikið hafi verið lagt í hönnun og val á litum, efnum og áferð til að skapa einstakt veitingasvæði fyrir gesti.

Viðbótin mun innihalda sérhannaðan „Lounge“ matseðil með smáréttum, auk þess sem barþjónar hafa þróað sérstaka kokteila sem verða aðeins í boði á þessum stað.

Nýju opnunartímarnir verða eftirfarandi:

  • Fimmtudaga: 16:00-00:00
  • Föstudaga & laugardaga: 16:00-01:00

Á þessum dögum verður einnig boðið upp á lifandi tónlist og viðburði. Áætlað er að hafa opið alla daga yfir sumartímann.

Lesa má meira um málið á Kaffid.is.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið