Viðtöl, örfréttir & frumraun
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
Veitingastaðurinn Centrum á Akureyri eykur starfsemi sína með nýrri viðbót í húsnæði gamla Pósthúsbarsins. Nýja rýmið verður opnað formlega föstudaginn 28. febrúar kl. 20:00.

Garðar Kári Garðarsson, einn af fremstu kokkum Íslands og margverðlaunaður meistarakokkur, hreppti meðal annars titilinn Kokkur ársins 2018 og stendur nú að baki þessari spennandi viðbót við veitingastaðinn Centrum.
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
Garðar Kári Garðarsson, veitingamaður og forsprakki breytinganna, segir að mikið hafi verið lagt í hönnun og val á litum, efnum og áferð til að skapa einstakt veitingasvæði fyrir gesti.
Viðbótin mun innihalda sérhannaðan „Lounge“ matseðil með smáréttum, auk þess sem barþjónar hafa þróað sérstaka kokteila sem verða aðeins í boði á þessum stað.
Nýju opnunartímarnir verða eftirfarandi:
- Fimmtudaga: 16:00-00:00
- Föstudaga & laugardaga: 16:00-01:00
Á þessum dögum verður einnig boðið upp á lifandi tónlist og viðburði. Áætlað er að hafa opið alla daga yfir sumartímann.
Lesa má meira um málið á Kaffid.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






