Freisting
Carlsberg lokar um helmingi brugghúsa sinna í Evrópu
Danska bjórframleiðslufyrirtækið Carlsberg, sem er hið fimmta stærsta í heimi, ætlar að loka 14 af 29 brugghúsum sínum í Evrópu, að því er talsmaður fyrirtækisins tilkynnti í dag. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða brugghúsum verður lokað og hvenær það verður gert.
Þá liggur ekki fyrir hversu mörg störf munu tapast. Jens Peter Skårup, talsmaður Carlsberg, sagði nauðsynlegt að gera starfsemi Carlsberg í Evrópu skilvirkari og þetta hefði í för með sér að loka yrði sumum verksmiðjum þess.
Í viðtali við viðskiptablaðið Børsen í dag segir Nils Smedegaard Andersen, framkvæmdastjóri Carlsberg, að líklega verði brugghús Carlsberg í Kaupmannahöfn hætt starfsemi eftir sex ár. Við getum ekki sagt til um hvað verður um önnur brugghús, sagði Skårup. Þau eru í níu öðrum Evrópuríkjum.
Carlsberg var stofnað árið 1847. Í dag starfa um 31.000 manns hjá fyrirtækinu. Carlsberg framleiðir um 74 milljónir bjórflaskna á degi hverjum. Stærstu markaðir fyrirtækisins eru í Evrópu og Asíu.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi