Freisting
Carlsberg lokar um helmingi brugghúsa sinna í Evrópu
Danska bjórframleiðslufyrirtækið Carlsberg, sem er hið fimmta stærsta í heimi, ætlar að loka 14 af 29 brugghúsum sínum í Evrópu, að því er talsmaður fyrirtækisins tilkynnti í dag. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða brugghúsum verður lokað og hvenær það verður gert.
Þá liggur ekki fyrir hversu mörg störf munu tapast. Jens Peter Skårup, talsmaður Carlsberg, sagði nauðsynlegt að gera starfsemi Carlsberg í Evrópu skilvirkari og þetta hefði í för með sér að loka yrði sumum verksmiðjum þess.
Í viðtali við viðskiptablaðið Børsen í dag segir Nils Smedegaard Andersen, framkvæmdastjóri Carlsberg, að líklega verði brugghús Carlsberg í Kaupmannahöfn hætt starfsemi eftir sex ár. Við getum ekki sagt til um hvað verður um önnur brugghús, sagði Skårup. Þau eru í níu öðrum Evrópuríkjum.
Carlsberg var stofnað árið 1847. Í dag starfa um 31.000 manns hjá fyrirtækinu. Carlsberg framleiðir um 74 milljónir bjórflaskna á degi hverjum. Stærstu markaðir fyrirtækisins eru í Evrópu og Asíu.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





