Markaðurinn
Capfruit kynning með David Ducamp
Sorbet, konfektmolar, eftirréttir og kokteilar
Þriðjudaginn 31.október verður David Ducamp með kynningu á Capfruit púrrum. Við fáum að smakka ýmsar útgáfur af réttum og kokteilum með púrrum.
Kynningin verður samhliða Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins sem verður haldin á La Primavera í Hörpu. Keppnin hefst klukkan 8 og er áætlað er að kynna úrslit klukkan 16.
Capfruit kynning Davids hefst klukkan 14:00.
Capfruit leitast eftir því að varðveita lífræna eiginleika vörunnar. Til að tryggja sjálfbæran jarðveg, eru vinnsluskrefum haldið í lágmarki.
David Ducamp hóf nám sitt 17 ára gamall hjá Gérard Mulot, mjög virtum pastry chef sem starfaði í 6. hverfi Parísar. Tveimur árum síðar var hann aðstoðarmaður hjá Guy Savoy L’Etoile de Deux Ans í 8. hverfi og síðan á veitingastaðnum Les Ambassadeurs á ‘Hôtel de Crillon.
Árið 1996 vildi hann freista gæfunnar erlendis. Hann starfaði fyrst í Artopolis, síðan í Leela-höllinni í Bangalore og á Coffemania í Moskvu. Í dag starfar David sem ráðgjafi og matreiðslukennari hjá Capfruit.
David hefur einstaka reynslu og tæknikunnáttu í að útfæra brögð á skemmtilegan og spennandi hátt. Skemmtilegast finnst honum að deila þeirri reynslu með öðrum.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn1 klukkustund síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa