Vertu memm

Uppskriftir

Cannelloni-Bolognese með linsubaunum og ricotta

Birting:

þann

Cannelloni-Bolognese með linsubaunum og ricotta

Heildartími: 45 mín
Undirbúningstími: 5 mín
Hentar fyrir 4

Hráefni

  • 1 pk. Knorr Spaghetti Bolognese
  • 1 dós tómatar, 400 g
  • 1 krukka linsubaunir, 400 g
  • 1 meðalstór laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 300 g cannelloni-pastarör
  • 500 g ricotta-ostur
  • 100 rifinn parmesan-ostur eða annar harður ostur
  • 1 handfylli ferskt timían
  • 1 msk. smjörlíki

Aðferð

Skref 1
Hitaðu ofninn að 200°C. Útbúðu sósuna með því að blanda Knorr Bolognese saman við tómata. Láttu suðuna koma upp og sósuna malla í 5 mín.

Skref 2
Sneiddu lauk og merðu hvítlauksrif. Hakkaðu timían fínt. Snöggsteiktu lauk og hvítlauk í smjörlíki í 2–3 mín. þar til þú finnur ilminn. Bættu linsubaunum og timíani saman við og steiktu í 3–4 mín. til viðbótar.

Skref 3
Settu ricotta saman við og hrærðu vel. Fylltu cannelloni-rörin með blöndunni.

Skref 4
Smyrðu botninn á ofnföstu fati með ¾ af Bolognese-sósunni. Raðaðu síðan cannelloni í einfalt lag. Helltu afganginu af sósunni út á og stráðu osti yfir.

Skref 5
Eldaðu í u.þ.b. 30 til 35 mín. eða þar til sósan fer að sjóða.

‍Litlu stóru hlutirnir
Cannelloni er hannað fyrir fyllingu. Fylltu rörin þegar þau standa upprétt í upprunalegum pakkningum.

Ef þú vilt nota þurrkaðar linsubaunir skaltu sjóða þær áður en þú byrjar á þessari uppskrift.

Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið