Uppskriftir
Cannelloni-Bolognese með linsubaunum og ricotta
Heildartími: 45 mín
Undirbúningstími: 5 mín
Hentar fyrir 4
Hráefni
- 1 pk. Knorr Spaghetti Bolognese
- 1 dós tómatar, 400 g
- 1 krukka linsubaunir, 400 g
- 1 meðalstór laukur
- 2 hvítlauksrif
- 300 g cannelloni-pastarör
- 500 g ricotta-ostur
- 100 rifinn parmesan-ostur eða annar harður ostur
- 1 handfylli ferskt timían
- 1 msk. smjörlíki
Aðferð
Skref 1
Hitaðu ofninn að 200°C. Útbúðu sósuna með því að blanda Knorr Bolognese saman við tómata. Láttu suðuna koma upp og sósuna malla í 5 mín.
Skref 2
Sneiddu lauk og merðu hvítlauksrif. Hakkaðu timían fínt. Snöggsteiktu lauk og hvítlauk í smjörlíki í 2–3 mín. þar til þú finnur ilminn. Bættu linsubaunum og timíani saman við og steiktu í 3–4 mín. til viðbótar.
Skref 3
Settu ricotta saman við og hrærðu vel. Fylltu cannelloni-rörin með blöndunni.
Skref 4
Smyrðu botninn á ofnföstu fati með ¾ af Bolognese-sósunni. Raðaðu síðan cannelloni í einfalt lag. Helltu afganginu af sósunni út á og stráðu osti yfir.
Skref 5
Eldaðu í u.þ.b. 30 til 35 mín. eða þar til sósan fer að sjóða.
Litlu stóru hlutirnir
Cannelloni er hannað fyrir fyllingu. Fylltu rörin þegar þau standa upprétt í upprunalegum pakkningum.
Ef þú vilt nota þurrkaðar linsubaunir skaltu sjóða þær áður en þú byrjar á þessari uppskrift.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift