Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Byggingu hótels frestað vegna óvissu sem uppi er í ferðaþjónustu vegna falls WOW air
Framkvæmdir við hótel sem KEA hyggst reisa við Hafnarstræti 80 á Akureyri munu frestast vegna þeirrar óvissu sem uppi er í ferðaþjónustu vegna falls WOW air. Þetta segir Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA í samtali við Vikudag. Félagið hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð. Halldór segir að áform KEA um byggingu hótels vera óbreytt þrátt fyrir núverandi aðstæður, en stefnt sé á að gera lokatilraun í haust að koma verkefninu á laggirnar.
„Það hafa því miður ekki skapast skilyrði til að hefja verkefnið í sumar útaf þeirri óvissu sem hefur verið um WOW air allt frá því í fyrravor. Vegna þessarar óvissu versnuðu fjármögnunarskilyrði á lánamarkaði og sú óvissa sem ríkti hefur nú raungerst með falli WOW. Það er því ljóst að ekki verður farið af stað í framkvæmdir á lóðinni í sumar vegna þess,“
segir Halldór í samtali við Vikudag.
Hann segir KEA vilja gefa verkefninu eina tilraun í viðbót,
„og skoða það í haust hvort skilyrði séu fyrir hendi með að halda áfram með verkefnið og skipulagsyfirvöld leyfi okkur að bíða með að hefja framkvæmdir á lóðinni til samræmis við það, en við eigum í viðræðum um það mál. Ef ekki skapast skilyrði, þá munum við að öllum líkindum láta af þessum áformum en það ætti að koma í ljós í haust eða snemma í vetur. Við höfum fjárfest mikið í lóðinni og getum ekki beðið endalaust og vonast eftir því að skilyrðin batni,“
segir Halldór.
Á vef Vikudag kemur fram að upphaflega átti að hefja framkvæmdir sumarið 2017 en verkefnið hefur tafist og verið erfiðari fæðing en ráðgert var, m.a. þar sem lóðin fór að síga og um tíma leit út fyrir að hún væri ekki byggingarhæf en umtalsverðum fjármunum hefur verið varið í að láta kanna byggingarhæfi lóðarinnar.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var