Markaðurinn
Brynjar Viggósson framkvæmdastjóri sölusviðs Samhentra og Vörumerkingar
Samhentir og Vörumerking hafa gert skipulagsbreytingar á sölustarfsemi félaganna. Brynjar Viggósson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðsins. Sölusviðið ber ábyrgð á sölu allra afurða Samhentra og Vörumerkingar svo sem umbúðum fyrir sjávarútveg, matvælavinnslu, garðyrkju, veitingahús og mötuneyti ásamt mjög breiðri vörulínu annarra vara.
Með þessari skipulagsbreytingu er lögð aukin áhersla á samhæfingu og skilvirkni sölu og þjónustu Samhentra og Vörumerkingar. Á sölusviðinu starfa alls um 20 manns.
Áður starfaði Brynjar hjá Eimskip í um 18 ár og starfaði þar síðastliðin ár sem forstöðumaður söludeildar áætlanaflutninga. Þar á undan starfaði Brynjar hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Brynjar er með BSc í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá The Hague University. Brynjar er kvæntur Guðrúnu Bergsteinsdóttur lögmanni og eiga þau þrjú börn.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars