Markaðurinn
Brynjar Viggósson framkvæmdastjóri sölusviðs Samhentra og Vörumerkingar
Samhentir og Vörumerking hafa gert skipulagsbreytingar á sölustarfsemi félaganna. Brynjar Viggósson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðsins. Sölusviðið ber ábyrgð á sölu allra afurða Samhentra og Vörumerkingar svo sem umbúðum fyrir sjávarútveg, matvælavinnslu, garðyrkju, veitingahús og mötuneyti ásamt mjög breiðri vörulínu annarra vara.
Með þessari skipulagsbreytingu er lögð aukin áhersla á samhæfingu og skilvirkni sölu og þjónustu Samhentra og Vörumerkingar. Á sölusviðinu starfa alls um 20 manns.
Áður starfaði Brynjar hjá Eimskip í um 18 ár og starfaði þar síðastliðin ár sem forstöðumaður söludeildar áætlanaflutninga. Þar á undan starfaði Brynjar hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Brynjar er með BSc í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá The Hague University. Brynjar er kvæntur Guðrúnu Bergsteinsdóttur lögmanni og eiga þau þrjú börn.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann