Sverrir Halldórsson
Brunch á Slippbarnum á Reykjavík Marina hotel – Veitingarýni
Ég nennti einn sunnudaginn ekki að elda mér og fór að hugsa hvert skyldi ég fara, mundi ég þá eftir að hafa farið á Slippbarinn í morgunmat og var mjög ánægður og nú skyldi brunchinn prófaður á sama stað.
Mér mætti mjög þjónustulundað starfsfólk og vildi allt fyrir mig gera, var mér vísað til sætis og drykkjarpöntun tekin og svo var frítt spil í hlaðborðið.
Fyrst var það súpan, tómatlöguð með smábroddi af chili og meðlætið í súpuna var við hliðina á, gat maður valið sýrðan rjóma, rifinn ost, harðsoðin egg og nachosflögur og er ég mun hrifnari af þessari háttsemi að hafa meðlætið í súpuna til hliðar og hver velur hvað hann vill og hversu mikið hann vill hafa í súpunni, með þessu var bakað súrdeigsbrauð mjög gott.
Næst fékk ég mér marineraðar rækjur, graflax, bakað rótargrænmeti og harðsoðin egg, smakkaðist þetta allt mjög vel.
Næst var baka með salati, osti og kjúklingabitum, þrælgott.
Svo kom djúpsteikt pylsa í deigi, beikon, meira rótargrænmeti og steiktar kartöflur og ekki var nein ástæða til að kvarta undan þessu.
Svo var hleypt egg Hollandaise að þeirra hætti, mjög frumleg framsetning og skemmtileg og mjög bragðgott.
Í lokin var smá eftirréttur, tiramisu, súkkulaðikaka, rjómi og kókostoppar.
Er hér var komið var ég orðinn mettur og slakaði á, meðan á þessu stóð hafði ég fylgst með borðinu og eins og var í morgunmatnum þá voru vissir aðilar að fylla á, laga til og sjá til þess að borðið væri sem ferskast í útliti og væri lokkandi og þar stóð fólkið sig vel.
Var skundað út eftir vel heppnaða sýnikennslu í hvernig á að standa að flottum og góðum brunch.
Takk fyrir mig.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars