Vertu memm

Freisting

Bronsverðlaunahafi á Bocuse d'Or 2005, Rasmus Kofoed rekinn frá d’Angleterre

Birting:

þann

Einn þekktasti kokkur Danmerkur missti starf sitt sem yfirkokkur eins þekktasta veitingastaðar Kaupmannahafnar, Restaurant d’Angleterre, á föstudag í síðustu viku. Ástæða uppsagnarinnar er sú að yfirkokkurinn, sem heitir Rasmus Kofoed og er bronsverðlaunahafi á Bocuse d’Or matreiðslukeppninni, sem fram fór í Lyon í Frakklandi í janúar, neitaði að setja skyndirétta á borð við klúbbsamloku og kjötbökur á matseðilinn. Kofoed fékk 10 mínútur til að setja föggur sínar niður og yfirgefa veitingastaðinn.

„Ég þjálfaði á Hótel d’Angleterre og hélt að ég vissi fullkomlega hvers sérkennilegur vinnustaður þetta var. Ég vissi hins vegar, að hann væri svo slæmur að ekki væri hægt að segja skoðun sína án þess að verða rekinn,“ sagði bronsverðlaunahafinn Kofoed í samtali við danska dagblaðið Berlinske Tidende.

Kofoed starfaði í skamma hríð á Restaurant d’Angleterre en þangað var hann ráðinn skömmu eftir að hann lenti í öðru sæti í matreiðslukeppninni í Frakklandi.

Að því er Berlinske Tidende greinir frá var starfsemi með eðlilegum hætti á Restaurant d’Angleterre á föstudag. Á laugardag sagðist hins vegar meirihluti þjóna og starfsfólks í eldhúsinu vera veikt og varð að kalla út aukalið frá öðrum veitingastöðum til að sinna viðskiptavinum staðarins.

Mynd: Rasmus Kofoed

Morgunblaðið greinir frá

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið