Freisting
Bronsverðlaunahafi á Bocuse d'Or 2005, Rasmus Kofoed rekinn frá dAngleterre
Einn þekktasti kokkur Danmerkur missti starf sitt sem yfirkokkur eins þekktasta veitingastaðar Kaupmannahafnar, Restaurant dAngleterre, á föstudag í síðustu viku. Ástæða uppsagnarinnar er sú að yfirkokkurinn, sem heitir Rasmus Kofoed og er bronsverðlaunahafi á Bocuse d’Or matreiðslukeppninni, sem fram fór í Lyon í Frakklandi í janúar, neitaði að setja skyndirétta á borð við klúbbsamloku og kjötbökur á matseðilinn. Kofoed fékk 10 mínútur til að setja föggur sínar niður og yfirgefa veitingastaðinn.
Ég þjálfaði á Hótel d’Angleterre og hélt að ég vissi fullkomlega hvers sérkennilegur vinnustaður þetta var. Ég vissi hins vegar, að hann væri svo slæmur að ekki væri hægt að segja skoðun sína án þess að verða rekinn, sagði bronsverðlaunahafinn Kofoed í samtali við danska dagblaðið Berlinske Tidende.
Kofoed starfaði í skamma hríð á Restaurant d’Angleterre en þangað var hann ráðinn skömmu eftir að hann lenti í öðru sæti í matreiðslukeppninni í Frakklandi.
Að því er Berlinske Tidende greinir frá var starfsemi með eðlilegum hætti á Restaurant d’Angleterre á föstudag. Á laugardag sagðist hins vegar meirihluti þjóna og starfsfólks í eldhúsinu vera veikt og varð að kalla út aukalið frá öðrum veitingastöðum til að sinna viðskiptavinum staðarins.
Mynd: Rasmus Kofoed
Morgunblaðið greinir frá
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi