Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brikk opnar fjórða veitingastaðinn
Veitingastaðurinn Brikk – brauð & eldhús, opnar take away stað á Dalveginum í Kópavogi 23. mars næstkomandi.
Brikk opnaði fyrsta veitingastaðinn um sumarið 2017 við Norðurbakka 1 í Hafnafirði og náði strax miklum vinsældum og myndast oft löng biðröð við inngang staðarins.
Brikk sameinar bakstur og eldamennsku með úrvali af steinbökuðu brauði, súrdeigs sem og öðru, bakkelsi, eftirréttum, ýmsum réttum, samlokum svo fátt eitt sé nefnt. Brikk er staðsett við Norðurbakka 1 í Hafnarfirði, Mýrargötu 31 í Reykjavík, Hafnarbraut 15 á Kársnesinu og nú á Dalveginum í Kópavogi.
Fréttamaður veitingageirans hefur vanið komu sína á staðinn við Norðurbakka og ávallt fengið góða þjónustu og virkilega góðan mat.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics