Vín, drykkir og keppni
Breytingar á áfengisgjaldi munu valda stórhækkun á áfengisverði og auka tekjur ríkissjóðs verulega
Á heimasíðu Ölgerðarinnar er tilkynning frá Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar um að fyrirhugaðar breytingar á áfengisgjaldi og virðisaukaskatti á áfengi munu hafa í för með sér stórfelldar verðhækkanir á áfengi.
Hér að neðan er tilkynningin í heild sinni:
Fyrirhugaðar breytingar á áfengisgjaldi og virðisaukaskatti á áfengi munu hafa í för með sér stórfelldar verðhækkanir á áfengi, að óbreyttu. Einnig munu tekjur ríkissjóðs aukast verulega, en ekki standa í stað eins og haft hefur verið eftir fjármálaráðherra í fjölmiðlum. Þetta er mat forvarsmanna Ölgerðar Egils Skallagrímssonar sem vara við þessum hugmyndum, eins og þær liggja fyrir nú.
Rætt er um að hækkun á áfengisgjaldi eigi að vega á móti lækkun virðisaukaskatts í 7% svo tekjur ríkisins standi í stað. Fyrirhuguð hækkun gerir þó gott betur enda er afleiðingin sú að verð á öllum tegundum áfengis mun hækka verulega sem munu færa ríkissjóði auknar tekjur sem mælast í milljörðum. Meðfylgjandi tafla sýnir þær breytingar sem verða á verði algengra tegunda af áfengi, nái þær tillögur fram að ganga sem nú er rætt um á þingi.
-
Tegund Verð nú Nýtt verð Hækkun
-
Smirnoff 1 l 4.250 5.410 27,3%
-
Brennivín 70 cl 3.290 4.140 25,8%
-
Rosemount rauðvín 3l kassi 4.190 4.850 15,8%
-
Wolf Blass rauðvín 75cl 1.490 1.593 6,9%
-
Opal vodkaskot 3.290 3.720 13,1%
-
Grand Marnier líkjör 4.260 4.980 16,9%
-
Egils Gull 0,5 l 199 228 14,6%
Þessar verðbreytingar miðast við að virðisaukaskattur fari í 7% og áfengisgjald (vínandagjald) hækki um 58% eins og lagt er til í frumvarpi fjármálaráðherra.
Ölgerðin hvetur ráðamenn til að endurskoða þá hækkun sem verði á áfengisgjaldi í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti svo gjaldheimta standi í stað í heildina litið.
Greint frá á Egils.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt5 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum