Vertu memm

Veitingarýni

Brauðbær á fljúgandi siglingu

Birting:

þann

Við litum inn félagarnir um daginn á Brauðbæ hjá Snorra Birgi Snorrasyni, því alls staðar heyrði maður svo vel látið af veitingunum.

Borðið er byggt upp á klassísku dönsku eldhúsi og samanstendur af 3 tegundum af síld, reyktum laxi, úrvali af smurbrauði, heimalagaðari lifrakæfu, hamborgarhrygg, purusteik, rauðkáli, asíum, kartöflum og sósu og í desert er riz a la mande lagaður upp á 10.

Við vorum á hádeginu allt fullt og þurfti að vísa frá og það get ég sagt ykkur að það var alveg sama á hverju maður smakkaði það færðist bara sælubros á mann í hvert sinn.

Það er alveg deginum ljósara að Snorri er að gera fantagóða hluti á Brauðbær og óhætt að mæla með honum.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið