Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
BRAND Vín & Grill bar opnar á laugardaginn
BRAND er nýr og spennandi veitingastaður sem opnar laugardaginn 13. ágúst næstkomandi í Hafnartorgi Gallery.
BRAND er systrastaður Bál vín & grill og eru báðir staðirnir vín & grill bar sem notast við Japanskt Robata kolagrill sem nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim.
Eigendur BÁL og BRAND eru fagfólkið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir. Hafsteinn hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, vann m.a. til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með kokkalandsliðinu. Einnig vann Hafsteinn titilinn Kokkur ársins árið 2017. Ólöf er framleiðslumeistari og sommelier (vínþjónn)
Matseðillinn er útbúinn af Hafsteini Ólafssyni sem samanstendur af vönduðum og gómsætum réttum, stórum sem smáum. Staðurinn býður einnig upp á glæsilegan vín- og drykkjarseðil sem útbúinn er af Ólöfu Völu, vínþjóni.
Maturinn er eldaður í opnu eldhúsi og er því mikil upplifun að sitja við barinn og fylgjast með.
Myndir: Instagram / @brandrestaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin