Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
BRAND Vín & Grill bar opnar á laugardaginn
BRAND er nýr og spennandi veitingastaður sem opnar laugardaginn 13. ágúst næstkomandi í Hafnartorgi Gallery.
BRAND er systrastaður Bál vín & grill og eru báðir staðirnir vín & grill bar sem notast við Japanskt Robata kolagrill sem nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim.
Eigendur BÁL og BRAND eru fagfólkið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir. Hafsteinn hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, vann m.a. til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með kokkalandsliðinu. Einnig vann Hafsteinn titilinn Kokkur ársins árið 2017. Ólöf er framleiðslumeistari og sommelier (vínþjónn)
Matseðillinn er útbúinn af Hafsteini Ólafssyni sem samanstendur af vönduðum og gómsætum réttum, stórum sem smáum. Staðurinn býður einnig upp á glæsilegan vín- og drykkjarseðil sem útbúinn er af Ólöfu Völu, vínþjóni.
Maturinn er eldaður í opnu eldhúsi og er því mikil upplifun að sitja við barinn og fylgjast með.
Myndir: Instagram / @brandrestaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille









