Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
BRAND Vín & Grill bar opnar á laugardaginn
BRAND er nýr og spennandi veitingastaður sem opnar laugardaginn 13. ágúst næstkomandi í Hafnartorgi Gallery.
BRAND er systrastaður Bál vín & grill og eru báðir staðirnir vín & grill bar sem notast við Japanskt Robata kolagrill sem nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim.
Eigendur BÁL og BRAND eru fagfólkið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir. Hafsteinn hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, vann m.a. til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með kokkalandsliðinu. Einnig vann Hafsteinn titilinn Kokkur ársins árið 2017. Ólöf er framleiðslumeistari og sommelier (vínþjónn)
Matseðillinn er útbúinn af Hafsteini Ólafssyni sem samanstendur af vönduðum og gómsætum réttum, stórum sem smáum. Staðurinn býður einnig upp á glæsilegan vín- og drykkjarseðil sem útbúinn er af Ólöfu Völu, vínþjóni.
Maturinn er eldaður í opnu eldhúsi og er því mikil upplifun að sitja við barinn og fylgjast með.
Myndir: Instagram / @brandrestaurant

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss