Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
BRAND Vín & Grill bar opnar á laugardaginn
BRAND er nýr og spennandi veitingastaður sem opnar laugardaginn 13. ágúst næstkomandi í Hafnartorgi Gallery.
BRAND er systrastaður Bál vín & grill og eru báðir staðirnir vín & grill bar sem notast við Japanskt Robata kolagrill sem nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim.
Eigendur BÁL og BRAND eru fagfólkið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir. Hafsteinn hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, vann m.a. til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með kokkalandsliðinu. Einnig vann Hafsteinn titilinn Kokkur ársins árið 2017. Ólöf er framleiðslumeistari og sommelier (vínþjónn)
Matseðillinn er útbúinn af Hafsteini Ólafssyni sem samanstendur af vönduðum og gómsætum réttum, stórum sem smáum. Staðurinn býður einnig upp á glæsilegan vín- og drykkjarseðil sem útbúinn er af Ólöfu Völu, vínþjóni.
Maturinn er eldaður í opnu eldhúsi og er því mikil upplifun að sitja við barinn og fylgjast með.
Myndir: Instagram / @brandrestaurant
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði