Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
BRAND Vín & Grill bar opnar á laugardaginn
BRAND er nýr og spennandi veitingastaður sem opnar laugardaginn 13. ágúst næstkomandi í Hafnartorgi Gallery.
BRAND er systrastaður Bál vín & grill og eru báðir staðirnir vín & grill bar sem notast við Japanskt Robata kolagrill sem nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim.
Eigendur BÁL og BRAND eru fagfólkið Hafsteinn Ólafsson og Ólöf Vala Ólafsdóttir. Hafsteinn hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, vann m.a. til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með kokkalandsliðinu. Einnig vann Hafsteinn titilinn Kokkur ársins árið 2017. Ólöf er framleiðslumeistari og sommelier (vínþjónn)
Matseðillinn er útbúinn af Hafsteini Ólafssyni sem samanstendur af vönduðum og gómsætum réttum, stórum sem smáum. Staðurinn býður einnig upp á glæsilegan vín- og drykkjarseðil sem útbúinn er af Ólöfu Völu, vínþjóni.
Maturinn er eldaður í opnu eldhúsi og er því mikil upplifun að sitja við barinn og fylgjast með.
Myndir: Instagram / @brandrestaurant
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park









