Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bragginn opnar formlega
Ég er búinn að skrifa um nokkra veitinga- og gististaði hringinn í kringum landið, marga góða og suma minna góða og hef alltaf jafn gaman af þessu.
Nú er það Bragginn í Nauthólsvíkinni sem er spennandi viðbót og væntanlega sá eini veitingastaður í bragga í dag.
Fyrirbærið bragginn á sér nokkuð djúpar rætur og alveg aftur í fyrri heimsstyrjöld, þegar þessi einfalda og ódýra lausn kom fram á sjónarsviðið fyrir herinn en það er önnur og lengri saga.
Bragginn „okkar“ er staðsettur á besta stað Nauthólvíkur og á eflaust eftir að setja stóran svip á allt líf þar, enda verulega skemmtileg viðbót við þessa útivistar perlu.
Sjá einnig: Bragginn bistró er nýr veitingastaður í Nauthólsvík
Það að hafa varðveitt þennan „síðasta“ bragga flugvalla svæðisins er frábært framtak því þessi hernáms saga er ákaflega merkileg sem og „bragga lífið“ eftir það.
Bragginn er flott „konsept“ og hér eru menn sem vita hvað þeir eru að gera. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur og þar er hægt að finna spennandi rétti við allra hæfi. Það er sama hvort verið sé að rölta í góða veðrinu, með barnahópinn eða bara löngun í eitthvað sætt. Hérna er einnig gert ráð fyrir háskóla „krökkum“ varðandi verðlagningu og seinna meir aðstöðu.
Verðin eru fjölskylduvæn og eitthvað sem flestir geta ráðið við enda er þetta hugsað sem vingjarnlegur fjölskyldu/útivistarstaður þar sem gaman er að stoppa annaðhvort inni eða í frábærri úti aðstöðu.
Flottur staður, spennandi matseðill og kærkominn viðbót við svæði sem er að vera verulega skemmtilegt.
Heimasíða: www.bragginnbistro.is
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina