Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bragginn opnar formlega

Birting:

þann

Bragginn í Nauthólsvík

Bragginn er flott „konsept“

Ég er búinn að skrifa um nokkra veitinga- og gististaði hringinn í kringum landið, marga góða og suma minna góða og hef alltaf jafn gaman af þessu.

Nú er það Bragginn í Nauthólsvíkinni sem er spennandi viðbót og væntanlega sá eini veitingastaður í bragga í dag.

Bragginn í Nauthólsvík

Fyrirbærið bragginn á sér nokkuð djúpar rætur og alveg aftur í fyrri heimsstyrjöld, þegar þessi einfalda og ódýra lausn kom fram á sjónarsviðið fyrir herinn en það er önnur og lengri saga.

Bragginn „okkar“ er staðsettur á besta stað Nauthólvíkur og á eflaust eftir að setja stóran svip á allt líf þar, enda verulega skemmtileg viðbót við þessa útivistar perlu.

Bragginn í Nauthólsvík

Sjá einnig: Bragginn bistró er nýr veitingastaður í Nauthólsvík

Það að hafa varðveitt þennan „síðasta“ bragga flugvalla svæðisins er frábært framtak því þessi hernáms saga er ákaflega merkileg sem og „bragga lífið“ eftir það.

Bragginn er flott „konsept“ og hér eru menn sem vita hvað þeir eru að gera. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur og þar er hægt að finna spennandi rétti við allra hæfi. Það er sama hvort verið sé að rölta í góða veðrinu, með barnahópinn eða bara löngun í eitthvað sætt. Hérna er einnig gert ráð fyrir háskóla „krökkum“ varðandi verðlagningu og seinna meir aðstöðu.

Bragginn í Nauthólsvík

Daði Agnarsson er rekstraraðili Braggans, en jafnframt rekstraraðili veitingastaðarins á BSÍ, Mýrin Mathús (áður Fljótt og gott) frá árinu 2011.

Verðin eru fjölskylduvæn og eitthvað sem flestir geta ráðið við enda er þetta hugsað sem vingjarnlegur fjölskyldu/útivistarstaður þar sem gaman er að stoppa annaðhvort inni eða í frábærri úti aðstöðu.

Flottur staður, spennandi matseðill og kærkominn viðbót við svæði sem er að vera verulega skemmtilegt.

Heimasíða: www.bragginnbistro.is

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið