Markaðurinn
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
Lindsay heildsala býður nú upp á framúrskarandi grænkerasnitsel og vegan nagga frá Stabburet í Noregi.
Naggarnir eru stökkir að utan með mjúkum kjarna og vel samsettri kryddblöndu sem tryggir jafnvægi í bragði. Þeir henta einstaklega vel sem snarl, í vefjur eða sem hluti af stærri máltíð með góðri sósu og fersku meðlæti. Þeir koma í 5 kg kassa, sem innihalda 217 nagga.
Snitselið er klassískur réttur í grænmetisvænni útgáfu, með stökkri áferð og bragðmiklu innihaldi sem gerir það að góðu vali í matseld. Það nýtur sín vel með hefðbundnu meðlæti á borð við kartöflurétti, ferskt salat og fjölbreyttar sósur. Snitselið kemur í 4,5 kg kassa sem inniheldur 57 snitsel.
Bæði naggarnir og snitselið eru fljótleg í eldun, auðveld í meðhöndlun og henta vel fyrir veitingahús og mötuneyti sem vilja bjóða upp á bragðgóða og gæðamikla valkosti.
Hægt er að panta í vefverslun hér, með tölvupósti á [email protected] eða í síma 533 2600.
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir22 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu







