Frétt
Booking.com samþykkir að gera breytingar á viðskiptaháttum sínum
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com. Í tilkynningunni kemur fram að samkomulagið feli í sér að Booking.com muni fara að kröfum framkvæmdarstjórnarinnar og neytendayfirvalda í Evrópu um að bæta upplýsingar í tengslum við kynningar á tilboðum, afsláttum og verði.
- Booking.com hefur fallist á að gera eftirfarandi breytingar á viðskiptaháttum sínum ekki seinna en 16. júní 2020:
- kynna á greinargóðan hátt fyrir neytendum að fullyrðingar eins og „aðeins eitt herbergi laust“ eigi einungis við um bókunarsíðuna Booking.com;
- hætta að kynna tímabundin tilboð ef sama verð gildir eftir að tilboði lýkur;
- gera skýrar grein fyrir því hvernig leitarniðurstöðum er raðað og hvort þjónustuveitandinn hafi greitt Booking.com sérstaklega fyrir að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum;
- tryggja að ljóst sé hvenær lægra verð er byggt á breyttum aðstæðum (t.d. eftir árstíð) en ekki kynna slík verð sem afslátt;
- tryggja að þegar þjónusta er kynnt á afslætti sé um raunverulega verðlækkun að ræða, t.d. með því að veita upplýsingar um venjulegt verð;
- sýna á greinargóðan hátt endanlegt verð sem neytandinn þarf að greiða (innifalið í því eru öll óumflýjanleg gjöld, s.s. skattar og önnur opinbergjöld);
- raða fullbókuðum gistingum í leitarniðurstöðum á þann hátt sem samræmist leitarskilyrðunum;
- tilgreina sérstaklega hvort umrædd þjónusta teljist sem atvinnustarfsemi eða sé veitt af einstaklingi.
Í kjölfarið munu neytendayfirvöld í Evrópu kanna hvort Booking.com hafi gert viðeigandi breytingar í samræmi við ofangreint. Einnig munu neytendayfirvöld í Evrópu kanna starfsemi annarra stórra ferðaþjónustubókunarsíða.
Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér.
Mynd: news.booking.com

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð