Uppskriftir
Bolognese með ostafylltum kjötbollum
Heildartími: 25 mín
Undirbúningstími: 10 mín
Hentar fyrir 6
Hráefni
- 1 meðalstór laukur
- 1 egg
- 100 g rasp
- 750 g fitusnautt nautahakk
- 18 litlar mozzarella-ostakúlur
- 2 msk. bráðið smjörlíki
- 2 pk. Knorr Spaghetti Bolognese
- 400 g tómatar, ferskir eða úr dós
- 100 g rifinn parmesan-ostur
Aðferð
Skref 1
Hitaðu ofninn að 220°C. Saxaðu laukinn og pískaðu eggið.
Skref 2
Blandaðu kjöti, raspi, eggi og lauk saman. Búðu til 18, 5 cm bollur. Settu ostakúlu inn í miðjuna á hverri bollu og þektu ostinn með kjötdeigi.
Skref 3
Smyrðu bökunarpappír með bráðnu smjörlíki sem hefur kólnað, raðaðu bollunum ofan á og bakaðu þær í ofni í u.þ.b. 10 mín.
Skref 4
Hrærðu innihaldið úr Knorr Bolognese-pökkunum saman við 100 ml af vatni og tómötum. Láttu suðuna koma upp og sósuna malla í 5 mín.
Skref 5
Settu fulleldaðar kjötbollur út í sósuna. Lækkaðu hitann, settu lok á pottinn og láttu hana malla í 10 mín. í viðbót. Berðu fram með rifnum parmesan.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?