Vertu memm

Uppskriftir

Bolognese með ostafylltum kjötbollum

Birting:

þann

Bolognese með ostafylltum kjötbollum

Heildartími: 25 mín
Undirbúningstími: 10 mín
Hentar fyrir 6

Hráefni

  • 1 meðalstór laukur
  • 1 egg
  • 100 g rasp
  • 750 g fitusnautt nautahakk
  • 18 litlar mozzarella-ostakúlur
  • 2 msk. bráðið smjörlíki
  • 2 pk. Knorr Spaghetti Bolognese
  • 400 g tómatar, ferskir eða úr dós
  • 100 g rifinn parmesan-ostur

Aðferð

Skref 1
Hitaðu ofninn að 220°C. Saxaðu laukinn og pískaðu eggið.

Skref 2
Blandaðu kjöti, raspi, eggi og lauk saman. Búðu til 18, 5 cm bollur. Settu ostakúlu inn í miðjuna á hverri bollu og þektu ostinn með kjötdeigi.

Skref 3
Smyrðu bökunarpappír með bráðnu smjörlíki sem hefur kólnað, raðaðu bollunum ofan á og bakaðu þær í ofni í u.þ.b. 10 mín.

Skref 4
Hrærðu innihaldið úr Knorr Bolognese-pökkunum saman við 100 ml af vatni og tómötum. Láttu suðuna koma upp og sósuna malla í 5 mín.

Skref 5
Settu fulleldaðar kjötbollur út í sósuna. Lækkaðu hitann, settu lok á pottinn og láttu hana malla í 10 mín. í viðbót. Berðu fram með rifnum parmesan.

Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið