Uppskriftir
Bolognese með ostafylltum kjötbollum
Heildartími: 25 mín
Undirbúningstími: 10 mín
Hentar fyrir 6
Hráefni
- 1 meðalstór laukur
- 1 egg
- 100 g rasp
- 750 g fitusnautt nautahakk
- 18 litlar mozzarella-ostakúlur
- 2 msk. bráðið smjörlíki
- 2 pk. Knorr Spaghetti Bolognese
- 400 g tómatar, ferskir eða úr dós
- 100 g rifinn parmesan-ostur
Aðferð
Skref 1
Hitaðu ofninn að 220°C. Saxaðu laukinn og pískaðu eggið.
Skref 2
Blandaðu kjöti, raspi, eggi og lauk saman. Búðu til 18, 5 cm bollur. Settu ostakúlu inn í miðjuna á hverri bollu og þektu ostinn með kjötdeigi.
Skref 3
Smyrðu bökunarpappír með bráðnu smjörlíki sem hefur kólnað, raðaðu bollunum ofan á og bakaðu þær í ofni í u.þ.b. 10 mín.
Skref 4
Hrærðu innihaldið úr Knorr Bolognese-pökkunum saman við 100 ml af vatni og tómötum. Láttu suðuna koma upp og sósuna malla í 5 mín.
Skref 5
Settu fulleldaðar kjötbollur út í sósuna. Lækkaðu hitann, settu lok á pottinn og láttu hana malla í 10 mín. í viðbót. Berðu fram með rifnum parmesan.
Mynd og uppskrift birt með góðfúslegu leyfi knorr.is.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði