Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bókin Íslenskir matþörungar tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021
Tilkynnt hefur verið hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Dómnefndir hafa tilnefnt bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntir, barna- og unglingabókmenntir sem og fræðibækur og rit almenns eðlis.
Íslenskir matþörungar
Bókin Íslenskir matþörungar er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2021 í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.
Íslenskir matþörungar kom út í ágúst s.l., en í henni segir okkur allt um það hvernig við berum okkur að, bæði í tínslu og verkun á matþörungum sem við finnum í fjörunni allt í kringum Ísland en þess fyrir utan er hún einnig einstaklega falleg matreiðslubók.
Sjá einnig:
Íslenskir matþörungar – Ein af áhugaverðustu bókum þessa árs
Höfundar bókarinnar eru fjórir; land- og umhverfisfræðingurinn Eydís Mary Jónsdóttir, matreiðslumeistarinn Hinrik Carl Ellertsson, sagnfræðingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir og loks ljósmyndarinn Karl Petersson. Bókin er því skiljanlega uppfull af fróðleik, sögu, uppskriftum og glæsilegum ljósmyndum.
Fjöruverðlaunin afhent í fyrsta sinn árið 2007
Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á og hampa bókum kvenna. Í ljósi COVID-19 faraldursins og samkomutakmarka var horfið frá hefðundinni tilnefningahátíð en vonast er til að hægt verði að afhenda verðlaunin, samkvæmt venju, við hátíðlega athöfn í snemma árs 2021.
Eftirfarandi höfundar og bækur hluti tilnefningar:
– Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis
- Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur
- Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
- Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 eftir Hilmu Gunnarsdóttur
– Í flokki barna- og unglingabókmennta
- Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur
- Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju
- Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur
– Í flokki fagurbókmennta:
- Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
- Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
- Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Rökstuðningur dómnefnda:
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Íslenskir matþörungar, ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur
Íslenskir matþörungar, ofurfæða úr fjörunni, varpar ljósi á þann fjársjóð sem finnst við strendur Íslands. Bókin kynnir lesandann fyrir þeirri vannýttu matarkistu sem býr í fjörunni og kennir honum að þekkja matþörunga, safna þeim og matreiða.
Efni bókarinnar er komið vel til skila, ekki bara með aðgengilegum texta heldur er hún einnig ríkulega skreytt fallegum myndum sem gera bæði uppskriftum og leiðbeiningum um tínslu góð skil.
Bókin er góð og tímabær viðbót við þann bókaflokk sem fjallar um íslenska náttúru og nýtingu hennar og kynnir vannýtta auðlind einstaklega vel.
Rökstuðningur dómnefnda í öðrum flokkum er hægt að lesa með því að smella hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi