Markaðurinn
Bocuse d´Or og Innnes undirrita samstarfssamning
Bocuse D´or Akademían og Innnes ehf undirituðu samstarfssamning í dag þess efnis að Innnes verði bakhjarl Bocuse D´or Akademíunar framyfir lokakeppni í Lyon í Frakklandi á næsta ári.
Markmið samningsins er að styrkja Sigurjón Braga Geirsson sem keppa mun fyrir Íslands hönd.
Það voru Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes, Friðgeir Eiríksson og Viktor Örn Andrésson frá Bocuse D´or Akademíunni sem undirrituðu samninginn.
Með undirritun samningsins er Innnes stoltur bakhjarl Bocuse D´or Akademíunar en Ísland hefur náð góðum árangri í keppninni undanfarin ár
Vonumst við hjá Innnes til þess að með stuðningi okkar leggjum við á okkar vogarskálar um að svo verði áfram.
Ísland hefur lengi haft á að skipa framúrskarandi matreiðslumönnum og konum sem eru landi og þjóð til sóma og náð hafa góðum árangri á erlendri grundu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






