Markaðurinn
Bocuse d´Or og Innnes undirrita samstarfssamning
Bocuse d´Or Akademían og Innnes ehf undirituðu samstarfssamning þann 6. júní síðastliðin þess efnis að Innnes verði bakhjarl Bocuse d´Or Akademíunar fram til ársins 2018. Markmið samningsins er að styrkja Viktor Örn Andrésson sem keppa mun fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or keppninni í Lyon í Frakklandi í janúar 2017. Það voru Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes, Sigurður Helgason og Eiríkur Ingi Friðgeirsson frá Bocuse d´Or Akademíunni sem undirrituðu samninginn.
Innnes er því orðinn stoltur bakhjarl Bocuse d´Or Akademíunar. Ísland hefur náð góðum árangri í Bocuse d´Or keppninni undanfarin ár og vonumst við hjá Innnes að með stuðningi okkar verði svo áfram. Ísland hefur á að skipa framúrskarandi matreiðslumönnum sem eru landi og þjóð til sóma og náð hafa góðum árangri á erlendri grundu.
Mynd: innnes.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.