Vertu memm

Freisting

Bocuse d'Or Europe í Stavanger byrjar á morgun 1. júlí

Birting:

þann

Ragnar Ómarsson, sem keppir fyrir Íslands hönd, fór út á föstudaginn en skylduhráefnið, lax og lamb, var ekki enn komið á staðinn. Búið er að draga út í hvaða röð keppendur koma fram og Ragnar keppir 2. júlí og verður 18. í röðinni af 20 keppendum. Flestir stuðningsmenn og meðlimir í Bocuse d’Or Akademíunni fóru út í morgun – Bjarni G. Kristinsson mun senda myndir og pistla sem munu birtast hér.

Einungis 12 kokkar frá Evrópu fá að keppa í Heimsmeistaramót Bocuse d’Or í Lyon í janúar 2009 og þegar hafa 6 efstu löndin í 2007 keppninni unnið sér keppnisréttt – Frakkland, Danmörk, Svíss, Noregur, Svíþjóð og Japan. Það eru sem sagt 7 sæti eftir í Stavanger, þar sem þessi lönd taka samt „íþróttamannslega“ þátt. Japan er einnig þegar búið að vinna Asíu keppnina og eftir er að finna þáttakendur í S-Ameríku í Bocuse d’Or Copa Azteca sem verður haldin í Mexikó í október.

Eyvind Hellström, forseti Bocuse Académie í Noregi og eigandi Bagatelle, er forseti Bocuse d’Or Europe í Stavanger. Heiðursdómarinn verður Thomas Keller frá French Laundry og Per Se í BNA, eini kokkurinn í því landi að hafa fengið tvísvar 3* í Michelin. Hann fékk tilnefningu Matreiðslumaður Ársins 2007 hjá Culinary Institute og America. Okkar maður í dómnefnd er eins og undanfarin ár Sturla Birgisson.

Heimasíða Bocuse d’Or Europe í Stavanger 1. og 2. júlí 2008:
www.bocusedor.com/eu/en

Fleiri fréttir um Bocuse d’Or Europe hér

Dominique Plédel Jónsson | [email protected]

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið