Freisting
Bocuse d'Or Europe í Stavanger byrjar á morgun 1. júlí
Ragnar Ómarsson, sem keppir fyrir Íslands hönd, fór út á föstudaginn en skylduhráefnið, lax og lamb, var ekki enn komið á staðinn. Búið er að draga út í hvaða röð keppendur koma fram og Ragnar keppir 2. júlí og verður 18. í röðinni af 20 keppendum. Flestir stuðningsmenn og meðlimir í Bocuse d’Or Akademíunni fóru út í morgun – Bjarni G. Kristinsson mun senda myndir og pistla sem munu birtast hér.
Einungis 12 kokkar frá Evrópu fá að keppa í Heimsmeistaramót Bocuse d’Or í Lyon í janúar 2009 og þegar hafa 6 efstu löndin í 2007 keppninni unnið sér keppnisréttt – Frakkland, Danmörk, Svíss, Noregur, Svíþjóð og Japan. Það eru sem sagt 7 sæti eftir í Stavanger, þar sem þessi lönd taka samt „íþróttamannslega“ þátt. Japan er einnig þegar búið að vinna Asíu keppnina og eftir er að finna þáttakendur í S-Ameríku í Bocuse d’Or Copa Azteca sem verður haldin í Mexikó í október.
Eyvind Hellström, forseti Bocuse Académie í Noregi og eigandi Bagatelle, er forseti Bocuse d’Or Europe í Stavanger. Heiðursdómarinn verður Thomas Keller frá French Laundry og Per Se í BNA, eini kokkurinn í því landi að hafa fengið tvísvar 3* í Michelin. Hann fékk tilnefningu Matreiðslumaður Ársins 2007 hjá Culinary Institute og America. Okkar maður í dómnefnd er eins og undanfarin ár Sturla Birgisson.
Heimasíða Bocuse d’Or Europe í Stavanger 1. og 2. júlí 2008:
www.bocusedor.com/eu/en
Fleiri fréttir um Bocuse d’Or Europe hér
Dominique Plédel Jónsson | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025