Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: Bjarni Siguróli skrifar

Birting:

þann

Bjarni Siguróli Jakobsson - Bocuse d´Or

Mynd: bocusedor.com

Síðustu 13 mánuði hef ég helgað lífi mínu í æfingar fyrir heimsmeistarakeppnina í matreiðslu – Bocuse d’Or.

Í einföldu myndinni er þetta bara kokkakeppni, reyndar sú stærsta og merkasta í okkar fagi.

Það er hinsvegar ótrúlega klikkað hvað þessi keppni er stór í umfangi, á allan hátt krefjandi og ekki breik fyrir nein einustu mistök eða rispur mætti kalla.

Hugarfarið er prógrammað marga mánuði fyrir keppni og það er bara eitt markmið – að komast á pall. Svo er hausinn fastur á þeirri sjálfstýringu fram að móti, allt lagt í sölurnar og lífið manns verður einstefna að því markmiði, nánast ekkert annað kemst að og æfingarferlið er ævintýralegt kapphlaup við tímann og þrotlausir vinnudagar að baki.

Bjarni Siguróli Jakobsson - Bocuse d´Or

Bjarni Siguróli Jakobsson.
Mynd: bocusedor.com

Þetta ambition heltekur mann og gerir mann háðan því að vilja alltaf gera betur og svo enn betur af því að standardinn hefur hækkað með hverri keppni og viðmiðin og “knowhow” í dag er orðið úrelt á morgun.

Hönnun, bling og óaðfinnanlegt útlit skiptir miklu og spurningin er svo hvað verður í tísku næst?

Ástæðan fyrir því að menn og konur leggja þetta á sig er til að bera sjálfa sig saman við þá bestu hverju sinni og auðvitað eru missterkir kandídatar frá hverri þjóð hverju sinni. Yfirmarkmið allra þjóða hljóta ávallt að vera þau að viðhalda jafngóðum árangri s.l. ára en samt með smá von um að gera aðeins betur – auðvitað vilja það allir.  Þess vegna er það eðlilegt áfall að vera neðar í töflunni en markmiðin sem maður setti sér voru.

Bjarni Siguróli Jakobsson - Bocuse d´Or

Mynd: bocusedor.com

Verðlaunin eru þau að menn öðlast virðingu og nafn í þessu litla alþjóðlega samfélagi bestu kokka í heiminum en auðvitað þarf að vaða eld og brennistein fyrst til að komast inní klúbbinn.

Þegar ég lagði af stað í þetta ferðalag slógust í för með mér galvaskir og efnilegir drengir sem höfðu þann metnað sem til þarf að taka þátt í æfingarferlinu fyrir hönd Íslands í Bocuse d’Or. Ég er þeim Ísaki, Ara og Huga sérstaklega þakklátur að hafa lagt allt það á sig sem til þurfti svo að við kæmumst á þann stall sem við náðum í æfingarferlinu okkar fyrir keppni.

Frammistaðan á þriðjudaginn var mjög flott hjá okkur og ég er stoltur að hafa fengið tækifæri til þess að reyna á mínar bestu útfærslur í keppninni!

Það voru reyndar bara aðeins fleiri en ég hafði vonast eftir sem voru betri en við í þetta skiptið og þeim vil ég óska innilega til hamingju! Sérstaklega þá danska vini mínum Kenneth sem keppti núna í annað skipti eftir að hafa reynt sig áður. Nú kom hann 4 árum síðar, reynslunni ríkari og staðráðinn til baka í keppnina og sigraði hana glæsilega! Geggjaður kandídat og karakter sem ég mun svo sannarlega taka mér til fyrirmyndar… þó síðar verði.

Ég þakka öllum sem komu að innilega fyrir allan stuðninginn! Akademían, Viktor, Stulli, Jói, Hinni.

Höfundur:

Bjarni Siguróli - Fastus

Bjarni Siguróli Jakobsson

Bocuse d´or fréttir hér.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið