Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bleikjan heillaði gesti á fundi með Klúbbi matreiðslumeistara: „Þetta má aldrei gerast aftur“ segir Ísólfur Gylfi um tækifærin
Þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem áttu heimangengt lögðu leið sína í Klúbb matreiðslumeistara / Icelandic Chefs Association í hádeginu í gær. Þar tóku á móti þeim forsvarsmenn klúbbsins sem eiga og reka íslenska kokkalandsliðið, eitt það fremsta í heimi.
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, fór yfir starfsemi félagsins, áskoranir og framtíðarstefnu. Hann sagði metnaðinn skýran, að sækja ólympíumeistaratitilinn sem liðið var svo sársaukalega nálægt að ná síðast.
Gestum var boðið upp á dýrindis bleikju sem að þingmenn og borgarfulltrúar létu vel af og sögðust ekki sjá eftir því að hafa kraflað sig í gegnum snjóþyngslin til að njóta hádegisverðarins í góðum félagsskap meistara íslenskrar matargerðar.
Í kjölfar heimsóknarinnar skrifaði Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður við færslu Sjálfstæðismanna á Facebook og minnti á mikilvægi þess að styðja íslenska matarmenningu:
„Engir betur til þess fallnir til að kynna íslensk matvæli. Á tímabili voru þeir á Fjárlögum Alþingis. Árið 2002 áttum við möguleika á að senda íslenskt lambakjöt í Bocuse d’Or í Frakklandi. Við þurftum að skaffa 800 lambsskrokka og eina milljón króna á þáverandi gengi í keppnina.
Landbúnaðarkerfið var svo steinrunnið að við misstum af þessu tækifæri. Talað var um að vera með næst. Næst þegar lambakjöt var í aðalrétt var að sögn árið 2018, en þá áttum við ekki möguleika á að senda íslenskt lambakjöt í keppnina. Þetta má aldrei gerast aftur því þarna eru svo ótrúlegir möguleikar á að vekja athygli á íslenskum landbúnaðarafurðum.“
Myndir: facebook / Sjálfstæðismanna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





















