Viðtöl, örfréttir & frumraun
Bleika boðið 2006
Sælir Freistingarfélagar nýjir, ungir, sem gamlir. Nú er aftur komið að Gala dinnernum Bleika boðinu sem er haldið í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að þessu sinni n.k. laugardagskvöld 7. október.
Gestafjöldi er um 140 manns og verður veislan öll hin glæsilegasta. Undirbúningur hefur gengið frábærlega og síðustu mál að smella.
Stór hópur Freistingarfélaga hafa þegar lagt hönd á plóginn, en stærsta verkið er samt enn eftir, Gala-kvöldið sjálft. Stórglæsilegur hópur listamanna og fjölmiðlafólks tekur þátt í að styrkja þetta góða málefni ásamt Orkuveitu Reykjavíkur, sem spilar mjög stórt hlutverk í að gera þetta kvöld sem glæsilegast. Hús Orkuveitunnar er allt hið glæsilegasta og öll aðstaða til fyrirmyndar.
Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu ævintýri og leggja hönd á plóginn eru velkomnir. Best er að hafa samband við yfirmatreiðslumann kvöldsins, Sigurð Rúnar s: 695 8994, forseta Freistingar, Hallgrím Friðrik s: 692 0483 eða yfirþjón kvöldsins Gunnar Rafn s: 692 5067, einnig er hægt að senda tölvupóst til: [email protected], eða [email protected] .
Það er alltaf pláss fyrir fleiri kokka og þjóna sem hafa gaman að því kynnast nýju fólki og styðja gott málefni í leiðinni. Eftir gala dinnerinn ætlar Freisting að bjóða öllum að hittast og gleðjast saman að verki loknu.
Lesið nánar um Bleika boðið 2005 frá því í fyrra, með því að smella hér
Við hlökkum til að heyra frá þér og sjá þig.
Kveðja, Freisting
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði