Uppskriftir
Bjúgnamáltíð með grænmetisjafningi – Bjúgu þurfa ekki að vera of óhollar ef minnkað er salt, nitrit og önnur geymsluefni
Gamaldags heimilismatur í nýju ljósi unnar kjötvörur þurfa ekki að vera of óhollar ef minnkað er salt, nitrit og önnur geymsluefni. Við höfum góða kæla og ferskvöru og þurfum því ekki alla þá rotvörn sem var í gömlu uppskriftunum.
Það ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir kjötiðnaðinn að bregðast við því.
Fyrir 4.
800 g góð bjúgu
500 g litlar kartöflur með flusi
Grænmetisjafningur
½–1 kg hvítkál og annað gott grænmeti
250 ml soð eða vatn
250 ml mjólk
30 g smjör
30 g hveiti
½ tsk. múskat
salt og pipar
Blandað ferskt blaðgrænmeti eins og spínat eða grænkál
Bjúgu, eða sperðlar
eins og sumir kalla þau, hafa löngum verið vinsæl á borðum landsmanna. Klassískt meðlæti með bjúgum eru kartöflur og uppstúf eða jafningur. Þar má gera breytingar til að hressa upp á gamlar uppskriftir, t.d. setja hollt grænmeti í jafninginn, brúna grænmetið í sméri og jafnvel láta það aðeins karamellast og bæta svo hveitinu í.
Þynna síðan smjörbolluna með grænmetinu út með mjólk eða soði. Í lokin má bæta við grænkáli, spínati eða öðru meinhollu grænmeti.
Grænmetið er skorið í strimla
eða litla bita, steikt í smérinu og hveiti bætt í á meðan hrært er. Soði bætt í og soðið í 2–3 mínútur.
Hellið mjólk saman við og hitið að suðu. Kryddið jafninginn og berið fram.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa









