Uppskriftir
Bjúgnamáltíð með grænmetisjafningi – Bjúgu þurfa ekki að vera of óhollar ef minnkað er salt, nitrit og önnur geymsluefni
Gamaldags heimilismatur í nýju ljósi unnar kjötvörur þurfa ekki að vera of óhollar ef minnkað er salt, nitrit og önnur geymsluefni. Við höfum góða kæla og ferskvöru og þurfum því ekki alla þá rotvörn sem var í gömlu uppskriftunum.
Það ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir kjötiðnaðinn að bregðast við því.
Fyrir 4.
800 g góð bjúgu
500 g litlar kartöflur með flusi
Grænmetisjafningur
½–1 kg hvítkál og annað gott grænmeti
250 ml soð eða vatn
250 ml mjólk
30 g smjör
30 g hveiti
½ tsk. múskat
salt og pipar
Blandað ferskt blaðgrænmeti eins og spínat eða grænkál
Bjúgu, eða sperðlar
eins og sumir kalla þau, hafa löngum verið vinsæl á borðum landsmanna. Klassískt meðlæti með bjúgum eru kartöflur og uppstúf eða jafningur. Þar má gera breytingar til að hressa upp á gamlar uppskriftir, t.d. setja hollt grænmeti í jafninginn, brúna grænmetið í sméri og jafnvel láta það aðeins karamellast og bæta svo hveitinu í.
Þynna síðan smjörbolluna með grænmetinu út með mjólk eða soði. Í lokin má bæta við grænkáli, spínati eða öðru meinhollu grænmeti.
Grænmetið er skorið í strimla
eða litla bita, steikt í smérinu og hveiti bætt í á meðan hrært er. Soði bætt í og soðið í 2–3 mínútur.
Hellið mjólk saman við og hitið að suðu. Kryddið jafninginn og berið fram.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?