Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bjórgarðurinn heldur Októberfest með þýskri fólklagahljómsveit í lederhosen – Snapchat veitingageirans verður á staðnum
Fimmtudagurinn 29. september verður fyrsti dagurinn af þremur þar sem Bjórgarðurinn á Höfðatorgi fagnar hinni víðfrægu Októberfest hátíð, annað árið í röð, í samstarfi við Krombacher.
Þýska brugghúið Krombacher hefur flutt inn fólklagahljómsveit beint frá Bayern í Þýskalandi sem mun halda uppi fjörinu á Bjórgarðinum alla helgina. Hljómsveitin Threepwood ´N Strings mætir til Reykjavíkur beint frá Októberfest í München, í lederhosen og tilheyrandi, með alvöru Bavaria stemningu. Bjórgarðurinn mun taka stakkaskiptum þessa helgi en öll húsgögn staðarins verða borin út svo að hin hefðbundnu langborð með bekkjum skapi rétta andrúmsloftið.
Það væri synd að láta þennan viðburð fram hjá sér fara en það lítur út fyrir að Bjórgarðurinn ætli að taka Októberfest alla leið þetta árið. Krombacher mun fljóta um þær 22 dælur sem Bjórgarðurinn státar af og matseðillinn er virkilega girnilegur í anda hinnar sönnu hátíðar:
Í forrétt – Októberfestplatti
Bratwurst í teppi með dýfu, porchetta, cornichons, pretzels
Í aðalrétt
Hægeldaður svínaskanki, kartöflukremja, sauerkraut
Í eftirrétt
Súkkulaði- og bjórkaka undir þýskum áhrifum
Tvær lítrakollur/ Maßkrug af Krombacher fylgja með matseðlinum og skot af Jagermeister af krana.
Bjórgarðurinn er opinn alla daga frá 16:00 til miðnættis og lengur um helgar. Októberfestfjörið byrjar á slaginu 19:00 en hægt er að mæta snemma og hita upp á Happy Hour, með pretzel í hönd, frá kl. 16:00-18:00.
Veitingageirinn mun að sjálfsögðu fylgjast með fjörinu á Snapchat á föstudeginum. Verður þú þar?
Hægt er að bóka borð á [email protected] eða í síma 531 9030.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla