Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bjórgarðurinn heldur Októberfest með þýskri fólklagahljómsveit í lederhosen – Snapchat veitingageirans verður á staðnum
Fimmtudagurinn 29. september verður fyrsti dagurinn af þremur þar sem Bjórgarðurinn á Höfðatorgi fagnar hinni víðfrægu Októberfest hátíð, annað árið í röð, í samstarfi við Krombacher.
Þýska brugghúið Krombacher hefur flutt inn fólklagahljómsveit beint frá Bayern í Þýskalandi sem mun halda uppi fjörinu á Bjórgarðinum alla helgina. Hljómsveitin Threepwood ´N Strings mætir til Reykjavíkur beint frá Októberfest í München, í lederhosen og tilheyrandi, með alvöru Bavaria stemningu. Bjórgarðurinn mun taka stakkaskiptum þessa helgi en öll húsgögn staðarins verða borin út svo að hin hefðbundnu langborð með bekkjum skapi rétta andrúmsloftið.
Það væri synd að láta þennan viðburð fram hjá sér fara en það lítur út fyrir að Bjórgarðurinn ætli að taka Októberfest alla leið þetta árið. Krombacher mun fljóta um þær 22 dælur sem Bjórgarðurinn státar af og matseðillinn er virkilega girnilegur í anda hinnar sönnu hátíðar:
Í forrétt – Októberfestplatti
Bratwurst í teppi með dýfu, porchetta, cornichons, pretzels
Í aðalrétt
Hægeldaður svínaskanki, kartöflukremja, sauerkraut
Í eftirrétt
Súkkulaði- og bjórkaka undir þýskum áhrifum
Tvær lítrakollur/ Maßkrug af Krombacher fylgja með matseðlinum og skot af Jagermeister af krana.
Bjórgarðurinn er opinn alla daga frá 16:00 til miðnættis og lengur um helgar. Októberfestfjörið byrjar á slaginu 19:00 en hægt er að mæta snemma og hita upp á Happy Hour, með pretzel í hönd, frá kl. 16:00-18:00.
Veitingageirinn mun að sjálfsögðu fylgjast með fjörinu á Snapchat á föstudeginum. Verður þú þar?
Hægt er að bóka borð á [email protected] eða í síma 531 9030.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana