Frétt
Bjarni Siguróli og Jóhannes Steinn töfruðu fram dýrindis rétti úr íslensku hráefni fyrir þýska kokka
Íslandsstofa aðstoðaði þýska matvælafyrirtækið Deutsche See við skipulagningu og móttöku nítján þýskra matreiðslumanna sem komu til Íslands í vikunni. Þetta er í annað sinn sem Deutsche See skipuleggur slíka ferð til landsins en tilgangurinn var að kynna fyrir hópnum íslenskt hráefni og matarmenningu með áherslu á íslenskar sjávarafurðir, fiskveiðar og vinnslu.
Íslandsstofa skipulagði m.a. heimsóknir í HB Granda og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og matreiðslunámskeið fyrir hópinn í Salt eldhúsi þar sem íslensku kokkarnir Bjarni Siguróli Jakobsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson töfruðu fram dýrindis rétti úr íslensku hráefni. Þýsku matreiðslumennirnir tóku þátt í að elda ólíka rétti og fengu um leið fræðslu um hráefnið og íslenska matarmenningu. Á matseðlinum var m.a. þorskur, gullkarfi, lax, lambakjöt og í eftirrétt var boðið upp á íslenskan skyrrétt með ferskum, nýtíndum bláberjum.

Gestirnir fengu að gjöf svuntu með auðkennismerki vottunar Ábyrgra fiskveiða (Iceland Responsible Fisheries) og íslenskar matvörur, ásamt kynningarefni um íslenskan sjávarútveg og matvæli.
Mikil ánægja ríkti með heimsóknina og er þegar farið að leggja drög að næstu Íslandsferð fyrir nýjan hóp.
Fleiri myndir er hægt að skoða á vef Íslandsstofunnar með því að smella hér.
Texti/myndir: islandsstofa.is

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni3 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu