Vertu memm

Frétt

Bjarni Siguróli og Jóhannes Steinn töfruðu fram dýrindis rétti úr íslensku hráefni fyrir þýska kokka

Birting:

þann

Íslandsstofa - Deutsche See

Bjarni Siguróli Jakobsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson

Íslandsstofa aðstoðaði þýska matvælafyrirtækið Deutsche See við skipulagningu og móttöku nítján þýskra matreiðslumanna sem komu til Íslands í vikunni. Þetta er í annað sinn sem Deutsche See skipuleggur slíka ferð til landsins en tilgangurinn var að kynna fyrir hópnum íslenskt hráefni og matarmenningu með áherslu á íslenskar sjávarafurðir, fiskveiðar og vinnslu.

Íslandsstofa skipulagði m.a. heimsóknir í HB Granda og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og matreiðslunámskeið fyrir hópinn í Salt eldhúsi þar sem íslensku kokkarnir Bjarni Siguróli Jakobsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson töfruðu fram dýrindis rétti úr íslensku hráefni. Þýsku matreiðslumennirnir tóku þátt í að elda ólíka rétti og fengu um leið fræðslu um hráefnið og íslenska matarmenningu. Á matseðlinum var m.a. þorskur, gullkarfi, lax, lambakjöt og í eftirrétt var boðið upp á íslenskan skyrrétt með ferskum, nýtíndum bláberjum.

Íslandsstofa - Deutsche See

Gestirnir fengu að gjöf svuntu með auðkennismerki vottunar Ábyrgra fiskveiða (Iceland Responsible Fisheries) og íslenskar matvörur, ásamt kynningarefni um íslenskan sjávarútveg og matvæli.

Mikil ánægja ríkti með heimsóknina og er þegar farið að leggja drög að næstu Íslandsferð fyrir nýjan hóp.

Fleiri myndir er hægt að skoða á vef Íslandsstofunnar með því að smella hér.

 

Texti/myndir: islandsstofa.is

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið