Frétt
Omnom vinnur HM í súkkulaðigerð – Besta mjólkursúkkulaði í heimi
Omnom súkkulaði hlaut á laugardaginn einn mesta heiður í súkkulaðigerð sem völ er á þegar súkkulaðið Milk of Nicaragua vann gulllverðlaun á heimsmeistaramótinu í súkkulaðigerð fyrir besta mjólkursúkkulaði í heimi. Omnom keppti við stærstu nöfnin í súkkulaðiheiminum sem sérhæfa sig úr baun-í-bita súkkulaði.
Þá hlaut Omnom fjögur önnur gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í mismunandi flokkum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Flórens á Ítalíu.
„Það hefði aldrei hvarflað að okkur fyrir fimm árum þegar við stofnuðum Omnom að við værum að fara fá verðlaun fyrir besta mjólkursúkkulaðið. Það hefur alltaf verið í gæðastefnu okkar að nota bestu mögulegu hráefnin hverju sinni. Oft er það þannig að ef maður er með góð hráefni þá er eftirleikurinn auðveldur,“
segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom.
„Náin samskipti við kakóbaunabændur gerir okkur kleift að stunda heiðarleg viðskipti og auka sjálfbærni kakóbaunabænda,“
sagði Kjartan.
Aðalverðlaun
Hreint /Unnið úr upprunabaun með mjólk
- Gull: Omnom Chocolate – Milk of Nicaragua
Míkrólögun – Hreint / Unnið úr upprunabaun
- Silfur: Omnom Chocolate – Madagascar 66%
Mikrólögun – Hreint / Unnið úr upprunabaun / dökkt mjólkursúkkulaði (sem inniheldur 50% kakó eða meira)
- Gull: Omnom Chocolate – Milk of Nicaragua
- Brons: Omnom Chocolate – Dark Milk of Tanzania
Míkrólögun – Hreint / Unnið úr upprunabaun með mjólk
- Gull: Omnom Chocolate – Milk of Madagascar
Viðbætt mjólkursúkkulaði (t.d. hnetur, karamella)
- Silfur: Omnom Chocolate – Caramel + Milk
Hvítt súkkulaði
- Brons: Omnom Chocolate – Coffee + Milk
- Brons: Omnom Chocolate – Lakkrís + Sea Salt
Viðbætt hvítt súkkukaði (t.d. með hnetum, karamellu)
- Silfur: Omnom Chocolate – Black n’ Burnt Barley
Hreint / Unnið úr upprunabaun dökkt mjólkursúkkulaði (sem inniheldur 50% kakó eða meira)
- Gull – Omnom Chocolate – Milk of Nicaragua
- Gull – Direct trade: Omnom Chocolate – Milk of Nicaragua
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin