Markaðurinn
Besta með umhverfisvottað hreinlæti á tilboði
Allar umhverfisvottaðar hreinlætisvörur, handsápur og pappír eru á 30% afslætti í október hjá Besta á Grensásvegi.
Í tilefni af alþjóðlegum handþvottadegi um miðjan október verða Svansvottaðar handsápur og hreinlætispappír frá Katrin á þessu frábæra tilboði.
Katrin pappír fyrir alla staði
Pappírsvörur frá Katrin, sem er eitt þekktasta vörumerki á norðurlöndum í framleiðslu á umhverfisvænum pappír, er bæði mjúkur og rakadrægur. Í boði er salernispappír, eldhúsrúllur, pappírsþurrkur af mörgum gerðum og ýmis iðnaðarpappír ásamt vönduðum handsápum.
Markmið Besta er að bjóða heildarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki varðandi hreinlæti og umhverfisvænar lausnir. Umhverfisvænt hreinlæti er í mikilli sókn, því vitað er að sorp, ýmis efni og úrgangur frá heimilum, fyrirtækjum og stofnunum er umhverfi okkar hættulegt. Besta vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar og býður fjölda af umhverfisvottuðum gæðavörum á frábærum verðum.
Kíktu við í verslun BESTA á Grensásvegi 18, opið alla virka daga frá 8-17.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago