Veitingarýni
Best-West tour 2009
Þetta hófst föstudaginn 12. maí að Siggi Roy Einars náði í mig kl 1500 heim á Birkimel, en meðan kallinn hafði verið í þjálfun og grasáti hjá Ingvari á Salatbarnum, hafði hann ekki setið auðum höndum heldur verslað ýmislegt.
Er við vorum báðir sestir ínn í fararskjóta ferðarinnar Lexus RX 400 fór fram námskeið í gagnaöflun úr tækjum mælaborðsins, en það var ekki laust við að maður fengi á tilfinninguna að maður sæti í flugstjórnarklefa frekar en í bíl, og varð mér á orði hvort hann gæti séð hvenær ég myndi næst leysa vind og skelltum við þá uppúr báðir tveir.
Næst var einkennisbúnaður ferðarinnar kynntur gul derhúfa sem á er ritað best-west 09 og nafn okkar og sólgleraugu í stíl og skyldi þetta notast er við gengjum ínn á hótel eða veitingastaði í ferðinni og að lokum tilkynnti flugstjóri ferðarinnar að músik yrði flutt af Ljótu Hálfvitunum og Stuðmönnum og með það var lagt af stað vestur.
Fyrsti staður sem stoppað var á var Hreðavatnsskáli, fengið sér að drekka og roy aðeins að fíflast í afgreiðslustúlkunni, lagt af stað og kúrsinn tekinn á nýja Staðarskalann í Hrútarfirði, inn og skoðað og leist okkur bara nokkuð vel á breytinguna, afgreiðslulínan minnir svolítið á Hyrnuna í Borgarnesi, næsti áfangi Hólmavík takk fyrir.
Fyrstu nóttina áttum við félagarnir bókaða gistingu á Gistiheimilinu að Kirkjubóli
( www.strandir.is/kirkjubol )sem er 12 kílómetrum frá Hólmavík, það kom í minn hlut að græja lykilinn en eitthvað var Roy farin að óttast um mig og húsfrúnna þar sem hann kom inn og spurði hvort allt væri ekki í lagi, þar fór sá séns. Farið var niður á Hólmavík til að snæða kvöldverð og varð fyrir valinu Café Riis ( www.caferiis.is ) og er inn kom fann maður sig fljótt á staðnum og leið vel. Pöntuðum við af matseðlinum og komust að því að þjónustustúlkurnar gátu strítt á móti og var það flott.
Matseðill hjá mér var
Sjávarréttarsúpa með brauði
Brauðdiskur Íslands
( Rúgbrauð, flatbrauð, hangikjöt, baunasalat, reyktur rauðmagi harðfiskur og smjör )
Matseðillinn hjá Roy
Smurbrauðdiskur
( ristað brauð, reyktur lax, skinku, salati og dressingu )
Steiktur Saltfiskur með kartöflum, tómat og hvítlaukssalsa
Þessu var skolað niður með coke ligt af kantinum, reyndist þetta alveg prýðismatur og glaðværð þjónustustúlknanna sá til þess að við áttum ekki eina leiðinlega mínútu þar, takk fyrir.
Svo var komin tími á að fara að sofa því það var stór dagur framundan.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla