Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bernhöftsbakarí kaupir Björnsbakarí við Skúlagötu
Bernhöftsbakarí hefur staðið í málaferli við eigendur hússins sem bakaríið er staðsett á jarðhæð Bergstaðastrætis 13 og niðurstaða Hæstaréttar í júní s.l. að Bernhöftsbakarí skal borið út úr Bergstaðastræti 13.
“Eftir að fyrra útburðarmálinu lauk 17. desember 2012 tóku við langar og strangar samningaviðræður um húsnæðið. Þær enduðu með því að skrifað var undir bindandi kauptilboð hinn 26. febrúar 2013. Seljandinn setti ýmsa fyrirvara meðal annars um breytingar á húsnæðinu sem hann hefur ekki enn lokið við. Hann setti líka í samninginn hvaða leigu við ættum að borga og hefur hún alltaf verið skilmerkilega greidd.
Töldum við að þessu máli væri lokið með undirskrift kauptilboðsins. Þetta kom því okkur alveg í opna skjöldu að þeir ætluðu ekki að efna við okkur samninginn.”
sagði Sigurður Már Guðjónsson, eigandi og bakarameistari Bernhöftsbakarí í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um málið.
Sigurður Már gekk frá kaupum á Björnsbakarí við Skúlagötu og húsnæði þess nú á dögunum og er nú þegar hafinn undirbúningur að flytja Bernhöftsbakarí. Ekki fæst uppgefið verðmiðinn á Björnsbakaríinu.
Björnsbakarí á Skúlagötu hefur verið til sölu í rúmlega ár og hafa fjölmargir aðilar sýnt bakaríinu áhuga, en kaup á bakaríinu hefur aldrei gengið upp og nú s.l. tvo mánuði hefur Björnsbakarí verið lokað.
Mynd: Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?