Starfsmannavelta
Benti á kjarasamningsbrot og var tekin af vaktaplani | Anna: „Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“
„Það var æðislegt að vinna með þessu fagmannlega starfsfólki. Ég lærði ofboðslega mikið um matreiðsluiðnaðinn af því að vinna þarna og vandamálunum sem starfsfólk í honum þarf að kljást við. En ég sá líka hvernig eigendur fóru með starfsfólkið, sem ósýnilega framleiðendur peninga. Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum.“
Svona lýsir Anna Marjankowska vinnu sinni hjá Messanum á Lækjargötu í ítarlegri umfjöllun um málið á stundin.is.
Anna vann þar frá febrúar til desember árið 2018 og gegndi þar stöðu trúnaðarmanns Eflingar, en hún segist hafa átt fullt í fangi á þeim vinnustað. Hún varð vitni að ýmsum kjarasamningsbrotum; laun voru lægri en kjarasamningar kveða á um, vinnuhlé voru virt að vettugi og vinnuaðstæðum starfsfólksins mjög ábótavant.
Anna segist hafa þurft að þola hótanir frá yfirmönnum, en á endanum fékk starfsfólkið ráðningarsamninga og laun sem fylgdu kjarasamningum. Starfsfólkið tók eftir að laun hækkuðu sjáanlega. En Anna var tekin út fyrir sviga og tekin af vaktaplaninu.
„Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“
„Þetta er sígilt bragð, að fjarlægja „vandræðagemlinginn“ úr hópnum. Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“
segir hún í samtali við Stundina. Það sem tók við voru löng málaferli þar sem kjaradeild og lögmenn Eflingar börðust fyrir vangoldnum launum hennar og fleira samstarfsfólki hennar.
Í apríl síðastliðnum endaði málið með dómsátt, en Messinn sættist á að borga Önnu og tveimur samstarfsmönnum hennar rúmlega þrjár milljónir í vangoldin laun.
Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér.
Mynd: Smári / veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun23 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF