Starfsmannavelta
Benti á kjarasamningsbrot og var tekin af vaktaplani | Anna: „Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“
„Það var æðislegt að vinna með þessu fagmannlega starfsfólki. Ég lærði ofboðslega mikið um matreiðsluiðnaðinn af því að vinna þarna og vandamálunum sem starfsfólk í honum þarf að kljást við. En ég sá líka hvernig eigendur fóru með starfsfólkið, sem ósýnilega framleiðendur peninga. Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum.“
Svona lýsir Anna Marjankowska vinnu sinni hjá Messanum á Lækjargötu í ítarlegri umfjöllun um málið á stundin.is.
Anna vann þar frá febrúar til desember árið 2018 og gegndi þar stöðu trúnaðarmanns Eflingar, en hún segist hafa átt fullt í fangi á þeim vinnustað. Hún varð vitni að ýmsum kjarasamningsbrotum; laun voru lægri en kjarasamningar kveða á um, vinnuhlé voru virt að vettugi og vinnuaðstæðum starfsfólksins mjög ábótavant.
Anna segist hafa þurft að þola hótanir frá yfirmönnum, en á endanum fékk starfsfólkið ráðningarsamninga og laun sem fylgdu kjarasamningum. Starfsfólkið tók eftir að laun hækkuðu sjáanlega. En Anna var tekin út fyrir sviga og tekin af vaktaplaninu.
„Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“
„Þetta er sígilt bragð, að fjarlægja „vandræðagemlinginn“ úr hópnum. Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“
segir hún í samtali við Stundina. Það sem tók við voru löng málaferli þar sem kjaradeild og lögmenn Eflingar börðust fyrir vangoldnum launum hennar og fleira samstarfsfólki hennar.
Í apríl síðastliðnum endaði málið með dómsátt, en Messinn sættist á að borga Önnu og tveimur samstarfsmönnum hennar rúmlega þrjár milljónir í vangoldin laun.
Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér.
Mynd: Smári / veitingageirinn.is

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan