Vertu memm

Starfsmannavelta

Benti á kjarasamningsbrot og var tekin af vaktaplani | Anna: „Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“

Birting:

þann

Messinn

„Það var æðislegt að vinna með þessu fagmannlega starfsfólki. Ég lærði ofboðslega mikið um matreiðsluiðnaðinn af því að vinna þarna og vandamálunum sem starfsfólk í honum þarf að kljást við. En ég sá líka hvernig eigendur fóru með starfsfólkið, sem ósýnilega framleiðendur peninga. Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum.“

Svona lýsir Anna Marjankowska vinnu sinni hjá Messanum á Lækjargötu í ítarlegri umfjöllun um málið á stundin.is.

Anna vann þar frá febrúar til desember árið 2018 og gegndi þar stöðu trúnaðarmanns Eflingar, en hún segist hafa átt fullt í fangi á þeim vinnustað. Hún varð vitni að ýmsum kjarasamningsbrotum; laun voru lægri en kjarasamningar kveða á um, vinnuhlé voru virt að vettugi og vinnuaðstæðum starfsfólksins mjög ábótavant.

Anna segist hafa þurft að þola hótanir frá yfirmönnum, en á endanum fékk starfsfólkið ráðningarsamninga og laun sem fylgdu kjarasamningum. Starfsfólkið tók eftir að laun hækkuðu sjáanlega. En Anna var tekin út fyrir sviga og tekin af vaktaplaninu.

„Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“

„Þetta er sígilt bragð, að fjarlægja „vandræðagemlinginn“ úr hópnum.  Ef þú ferð að berjast fyrir réttindum þínum, þá er þér hent út.“

segir hún í samtali við Stundina.  Það sem tók við voru löng málaferli þar sem kjaradeild og lögmenn Eflingar börðust fyrir vangoldnum launum hennar og fleira samstarfsfólki hennar.

Í apríl síðastliðnum endaði málið með dómsátt, en Messinn sættist á að borga Önnu og tveimur samstarfsmönnum hennar rúmlega þrjár milljónir í vangoldin laun.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér.

Mynd: Smári / veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið