Veitingarýni
Bed and Breakfast í Keflavík er góður kostur fyrir ferðalanga
Bed and Breakfast Keflavík Airport Hotel er staðsett við hliðina á Keflavíkurflugvelli og er til húsa í nýuppgerðu húsi á Ásbrú. Fréttaritari prófaði þjónustuna fyrir nokkru og líkaði svo vel að nú er önnur heimsókn í bígerð.
Rúmgóð herbergi
Boðið er upp á rúmgóð herbergi og ferðir til og frá flugvellinum allan sólarhringinn á vegum hóelsins. Stórt morgunverðarhlaðborð er í boði alla morgna og herbergin eru öll með sjónvarpi, fríu þráðlausu netsambandi og sérbaðherbergi.
Lobbýið einstaklega notalegt
Bed and Breakfast var áður til húsa við á Valhallarbraut 761 gamla Billeting húsið þegar herinn var á varnasvæðinu og flutti í mars í fyrra í stórt og mikið hús við Keilisbraut 762 á Ásbrú.
Að koma inn úr kuldanum í lobbýið var einstaklega notalegt. Gott andrúmsloft og starfsfólkið tók vel á móti okkur. Setustofan er virkilega hugguleg og hægt að slappa vel af, lesa blöðin, horfa á sjónvarpið eða fá sér góðan drykk á barnum.
Morgunmaturinn kom á óvart
Morgunmaturinn kom á óvart, en mikið úrval var í boði, stórt og mikið hlaðborð. Í boði voru fimm tegundir af áleggi ferskt grænmeti og ávextir, nokkrar tegundir af morgunkorni og súrmjólk, egg, salat og fleira, en nýbökuðu vöfflurnar slógu sérstaklega í gegn.
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Uppskriftir6 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac