Veitingarýni
Bed and Breakfast í Keflavík er góður kostur fyrir ferðalanga
Bed and Breakfast Keflavík Airport Hotel er staðsett við hliðina á Keflavíkurflugvelli og er til húsa í nýuppgerðu húsi á Ásbrú. Fréttaritari prófaði þjónustuna fyrir nokkru og líkaði svo vel að nú er önnur heimsókn í bígerð.
Rúmgóð herbergi
Boðið er upp á rúmgóð herbergi og ferðir til og frá flugvellinum allan sólarhringinn á vegum hóelsins. Stórt morgunverðarhlaðborð er í boði alla morgna og herbergin eru öll með sjónvarpi, fríu þráðlausu netsambandi og sérbaðherbergi.
Lobbýið einstaklega notalegt
Bed and Breakfast var áður til húsa við á Valhallarbraut 761 gamla Billeting húsið þegar herinn var á varnasvæðinu og flutti í mars í fyrra í stórt og mikið hús við Keilisbraut 762 á Ásbrú.
Að koma inn úr kuldanum í lobbýið var einstaklega notalegt. Gott andrúmsloft og starfsfólkið tók vel á móti okkur. Setustofan er virkilega hugguleg og hægt að slappa vel af, lesa blöðin, horfa á sjónvarpið eða fá sér góðan drykk á barnum.
Morgunmaturinn kom á óvart
Morgunmaturinn kom á óvart, en mikið úrval var í boði, stórt og mikið hlaðborð. Í boði voru fimm tegundir af áleggi ferskt grænmeti og ávextir, nokkrar tegundir af morgunkorni og súrmjólk, egg, salat og fleira, en nýbökuðu vöfflurnar slógu sérstaklega í gegn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays




















