Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bautinn greiðir 32 milljónir í arð

Birting:

þann

Bautinn á Akureyri

Bautinn ehf., sem rekur samnefndan veitingastað á Akureyri, greiddi 31,5 milljónir í arð á síðasta ári. Félagið er að fullu í eigu Guðmundar K. Tryggvasonar, að því er fram kemur á visir.is.

Félagið hagnaðist um 14,6 milljónir á síðasta ári en 38 milljónir króna árið 2014. Þá voru gengislán fyrirtækisins leiðrétt sem skýrðu átta milljónir af hagnaði þess árs.

Rekstarhagnaður ársins 2015 nam 23,8 milljónum króna miðað við 45,8 milljónir árið 2014.

Eigið fé félagsins nam 76 milljónum króna í árslok, þar af nemur óráðstafað eigið fé 74 milljónum króna. Eignir félagsins nema 109 milljónum króna og lækka um 54 milljónir milli ára. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi selt rekstrarfjármuni fyrir 24,9 milljónir á árinu. Handbært fé lækkaði um 33 milljónir á árinu og nam 31,9 milljónum í árslok.

Þá nema skuldir 33,5 milljónum miðað við 71,2 milljónir árið 2014.

Mynd: facebook/Bautinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið