Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bautinn greiðir 32 milljónir í arð
Bautinn ehf., sem rekur samnefndan veitingastað á Akureyri, greiddi 31,5 milljónir í arð á síðasta ári. Félagið er að fullu í eigu Guðmundar K. Tryggvasonar, að því er fram kemur á visir.is.
Félagið hagnaðist um 14,6 milljónir á síðasta ári en 38 milljónir króna árið 2014. Þá voru gengislán fyrirtækisins leiðrétt sem skýrðu átta milljónir af hagnaði þess árs.
Rekstarhagnaður ársins 2015 nam 23,8 milljónum króna miðað við 45,8 milljónir árið 2014.
Eigið fé félagsins nam 76 milljónum króna í árslok, þar af nemur óráðstafað eigið fé 74 milljónum króna. Eignir félagsins nema 109 milljónum króna og lækka um 54 milljónir milli ára. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi selt rekstrarfjármuni fyrir 24,9 milljónir á árinu. Handbært fé lækkaði um 33 milljónir á árinu og nam 31,9 milljónum í árslok.
Þá nema skuldir 33,5 milljónum miðað við 71,2 milljónir árið 2014.
Mynd: facebook/Bautinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin