Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bautinn greiðir 32 milljónir í arð
Bautinn ehf., sem rekur samnefndan veitingastað á Akureyri, greiddi 31,5 milljónir í arð á síðasta ári. Félagið er að fullu í eigu Guðmundar K. Tryggvasonar, að því er fram kemur á visir.is.
Félagið hagnaðist um 14,6 milljónir á síðasta ári en 38 milljónir króna árið 2014. Þá voru gengislán fyrirtækisins leiðrétt sem skýrðu átta milljónir af hagnaði þess árs.
Rekstarhagnaður ársins 2015 nam 23,8 milljónum króna miðað við 45,8 milljónir árið 2014.
Eigið fé félagsins nam 76 milljónum króna í árslok, þar af nemur óráðstafað eigið fé 74 milljónum króna. Eignir félagsins nema 109 milljónum króna og lækka um 54 milljónir milli ára. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi selt rekstrarfjármuni fyrir 24,9 milljónir á árinu. Handbært fé lækkaði um 33 milljónir á árinu og nam 31,9 milljónum í árslok.
Þá nema skuldir 33,5 milljónum miðað við 71,2 milljónir árið 2014.
Mynd: facebook/Bautinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?