Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bautinn greiðir 32 milljónir í arð
Bautinn ehf., sem rekur samnefndan veitingastað á Akureyri, greiddi 31,5 milljónir í arð á síðasta ári. Félagið er að fullu í eigu Guðmundar K. Tryggvasonar, að því er fram kemur á visir.is.
Félagið hagnaðist um 14,6 milljónir á síðasta ári en 38 milljónir króna árið 2014. Þá voru gengislán fyrirtækisins leiðrétt sem skýrðu átta milljónir af hagnaði þess árs.
Rekstarhagnaður ársins 2015 nam 23,8 milljónum króna miðað við 45,8 milljónir árið 2014.
Eigið fé félagsins nam 76 milljónum króna í árslok, þar af nemur óráðstafað eigið fé 74 milljónum króna. Eignir félagsins nema 109 milljónum króna og lækka um 54 milljónir milli ára. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi selt rekstrarfjármuni fyrir 24,9 milljónir á árinu. Handbært fé lækkaði um 33 milljónir á árinu og nam 31,9 milljónum í árslok.
Þá nema skuldir 33,5 milljónum miðað við 71,2 milljónir árið 2014.
Mynd: facebook/Bautinn
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






