Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Bast: nýr veitingastaður á Hverfisgötu

Birting:

þann

Bast veitingastaður á Hverfisgötu

Það er athafnakonan Dóra Takefusa sem að rekur þennan stað, en hún rekur staði bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn fyrir utan Bast. Staðurinn er staðsettur í bílastæðishúsinu á Hverfisgötu eiginlega gegnt Þjóðleikhúsinu, en til margra ára var verslunin Nexus í þessu húsnæði.

Bast veitingastaður á Hverfisgötu

Staðurinn virðist vera frekar hallur undir holla rétti og er það hið besta mál, staðurinn er virkilega skemmtilega settur upp og fellur róandi tilfinnig yfir mann stuttu eftir innkomu.

Ég brá mér eitt laugardagshádegi og prófaði brunch diskinn hjá þeim en hann er boðinn í þremur útfærslum og valdi ég þá óhollustu.

Það sem á diskinum var eftirfarandi:

Eggjahræra, hráskinka, chorizopylsa, brauð og smjör, tvær tegundir ost, sulta, ávextir og skyr með heimagerðu musli

Eggjahræra, hráskinka, chorizopylsa, brauð og smjör, tvær tegundir ost, sulta, ávextir og skyr með heimagerðu musli

Þetta rann ljúflega niður með sódavatni og var maður bara mjög sáttur við sín fyrstu kynni af Bast og örugglega ekki þau síðustu. Þjónustan var fumlaus og þægileg, sem gerði þessa heimsókn enn eftirminnilegri.

 

Við á Veitingageirinn bjóðum ykkur velkominn í baráttuna í borginni og megi ykkur ganga vel að feta einstigið í veitingaflórunni.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið