Vín, drykkir og keppni
Barossa goðsögnin Peter Lehmann minnst
Barossa dalurinn í Ástralíu myndi af öllum líkindum ekki vera það frábæra vínræktarsvæði ef ekki væri fyrir elju og dugnað Peter Lehmann víngerðamannsins sem lést nýverið 82 ára að aldri. Peter var minnst með samkomu í dalnum í síðustu viku eins og hann vildi hafa hana „no fuzz, no bull“ (sjá vídeó hér) þar sem meðal annars er tekið viðtal við son hans Philip Lehmann og vin hans víngerðarmanninn Bob Maclean.
Um Peter Lehmann
Peter Lehmann var einn af gömlu refunum í Barossa-dalnum og gekk undir nafninu Baróninn af Barossa. Ef hægt er að tala um innfæddan Barossa-búa þá komst enginn nær því en Peter Lehmann. Hann var af fimmta ættlið fjölskyldunnar sem býr í dalnum. Sjálfur hóf Peter störf í víngerð hjá Yalumba árið 1947, svo hjá Saltram þ.s. hann var yfirvíngerðarmaður allt þar til hann stofnaði eigið vínhús árið 1979 . Það nefndi hann til að byrja með „Masterson Wines“ í höfuð á fjárhættuspilarnum Sky Masterson sem rithöfundurinn Damon Runyon gerði ógleymanlegann. Slík var áhættan sem Peter tók með sínum félögum, vínbændum svæðisins þegar erfiðleikar í sölu á afurðum og pólitískar ákvarðanir stjórnvalda í kjölfarið ógnaði viðurværi vínbænda í dalnum. Það var síðan árið 1986 sem hið eiginlega Peter Lehmann fyrirtæki í núverandi mynd varð til. Peter Lehmann eignaðist sína fyrstu vínekru árið 1994, Stonewell en Shiraz vín kennt þeirri ekru hefur verið flaggskip fyrirtækisins. Öll helstu vín hans eru kennd við hann sjálfan og miðar vína fyrirtækisins í dag skarta profíl mynd af karli. Peter Lehmann var og verður goðsögn þegar kemur að ástralskri víngerð enda lagt sannalega sitt að mörkum á langri starfsævi. Peter Lehmann og vín hans hafa farið sigurför um heimin á liðnum áratugum og hlotnast öll helstu viðurkenningar og verðlaun sem vínheimurinn hefur uppá að bjóða.
Framtíð fyrirtækisins er afar björt þar sem þrír synir Peter eru víngerðarmenn og hefur elsti sonur Peter, Douglas stýrði fyrirtækinu um áratugaskeið. Helsti samstarfsmaður Peter Lehmann frá upphafi Andrew Wigan er enn í dag yfirvíngerðarmaður PLW og stýrir teymi frábærra víngerðarmanna enda fyrirtækið stórt og býr til á ári hverju um 100 mismunandi vín. Andrew Wigan heiðraði Ísland með komu sinni nú í vor og kynnti vín fyrirtækisins með glæsibrag fyrir vínunnendum og fagfólki.
Sem hefur svo sannarlega sýnt sig og sannað fyrirtækið hefur unnið til ótal verðlauna m.a. var það ástralski vínfrömuðurinn James Halliday´s sem veitti PL viðurkenniguna 5 stjörnu víngerð og „Lifetime Achievement Award frá International Wine Challange árið 2009 fyrir ævistarf sitt.
Hér er svo hægt að sjá viðtöl við starfsmenn fyrirtækisins um upphafið og þróun þess:
Myndir: Fengnar af netinu.
Texti: Tolli
Taggaðu okkur á Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast