Markaðurinn
Barbeque grísarif
Barbeque Grísarif með epla-maíssalati og heimagerðu hrásalati
– Fyrir 4
Það er eitthvað svo sumarlegt að grilla grísarif og ákveðin stemning sem fylgir því að bera þau fram. Vissulega er gott að hafa góðar munnþurrkur við höndina en það er bara hluti af þessu. Barbeque grísarifin frá Kjarnafæði eru forsoðin og því er ekki mikið meira mál að grilla þau en pylsur.
Með þessu ferska og stórgóða meðlæti verður þetta algjör veislumáltíð sem gaman er að bjóða vinum upp á.
Innihald:
2 pakkningar Barbeque grísarif frá Kjarnafæði
Aðferð:
1. Rifin eru soðin og því þarf ekkert annað að gera en að hita grillið vel og skella þeim beint á grillið.
2. Það er ríflegt magn af bbq sósu í pakkningunni svo ég mæli með að setja hana í skál og pensla rifin með henni þegar þau eru grilluð.
3. Mér finnst best að grilla þau þar til sósan er orðin vel dökk en það er auðvitað smekksatriði. Berið fram með ananas salsa, heimagerðu hrásalati og enn meiri bbq sósu.
Maíssalat með eplum og avocado
1 dós maískorn í dós
½ avocado, vel þroskað
1 pink lady epli (eða rautt epli í minni kantinum)
Safi úr 1 sítrónu
Salt og pipar eftir smekk
1 msk. söxuð fersk steinselja
Aðferð:
1. Skerið avocado og eplið í smáa bita og setjið í skál.
2. Setjið maískornið út í ásamt sítrónusafa, salti og pipar og steinselju.
3. Látið taka sig í kæli í smástund áður en það er borið fram.
Heimagert hrásalat
250g ferskt rauðkál
250g ferskt hvítkál
1 stór gulrót
180g majónes, má vera létt majónes eða 50/50 majónes og sýrður rjómi
2 msk. hunang
2 msk. eplaedik
2 tsk. dijon sinnep
1 tsk. fínt malað sjávarsalt
½ tsk. nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
1. Saxið kálið smátt eða rífið á grófu rifjárni og setjið í skál.
2. Rífið gulrótina og setjið út í.
3. Hrærið saman í skál því sem á að fara í sósuna og blandið saman við kálið.
4. Berið fram með rifjunum. Geymist vel
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?