Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakstur og veisla ehf dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni bakarísins tvær milljónir króna
Hæstiréttur dæmdi í gær Bakstur og veislu ehf, sem rekur bakaríið Vinaminni í Vestmannaeyjum, til að greiða fyrrverandi starfsmanni bakarísins rúmlega tvær milljónir króna. Um er að ræða mismun á launum starfsmannsins sem fékk greidd verkamannalaun en taldi sig eiga að fá laun sem menntaður bakari, að því er fram kemur á vefnum visir.is.
Héraðsdómur hafði áður sýknað bakaríið en Hæstiréttur féllst á kröfu starfsmannsins. Maðurinn, sem er með sveinspróf í bakaraiðn, hóf störf í bakaríinu í Vestmannaeyjum í maí 2012 og starfaði í rúmt ár. Eftir að ágreiningur kom upp um þau laun sem hann átti að fá varð samkomulag um að hann myndi ljúka störfum eftir Þjóðhátíð 2013. Hann hætti þó viku fyrr en samið hafði verið um. Forsvarsmenn bakarísins sögðu manninn hafa verið ráðinn til almennra verkamannastarfa. Enginn ráðningasamningur var hins vegar gerður við starfsmanninn eins og skylt er.
Sjá einnig: nánar um dóminn á heimasíðu Hæstaréttar
Á launaseðlum var tilgreint að hann starfaði sem bakari. Taldi Hæstiréttur að bakaríið yrði að bera hallan af sönnun um efni ráðningarsamningsins þar sem hann hefði ekki verið gerður. Þegar litið væri til menntunar starfsmannsins, tilgreiningar á launaseðli um starf bakara og að forsvarsmönnum bakarísins hefði ekki tekist fyrir dómi að útlista með trúverðugum hætti þann grundvallarmun sem væri á sviði bakara annars vegar aðstoðarmanna þeirra hins vegar hefði bakaríinu ekki tekist að sanna að starfsmaðurinn hefði verið ráðinn til almennra verkamannastarfa.
Þurfti bakaríið því að greiða starfsmanninum launakröfuna og 1,2 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.