Markaðurinn
Bako Ísberg eykur þjónustu við bakara
Bako Ísberg hefur opnað bakaradeild innan fyrirtækisins eftir að fyrirtækið keypti Bakaratækni á seinasta ári.
Það er Pétur Sigurbjörn Pétursson sem sér um bakaradeildina hjá Bako Ísberg og þjónar deildin bakaríum og öllum þeim hótelum og veitingastöðum sem baka á staðnum.
Pétur er bakarameistari að mennt og starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri, en þar á undan starfaði Pétur meðal annars hjá Loftleiðum í 16 ár og á fleiri stöðum.
Bako Ísberg hvetur alla þá sem vilja gera meira í bakstri á veitingastaðnum,hótelinu og síðast en ekki síst að tæknivæða bakaríið að setja sig í samband við Pétur í síma 5956200 eða á netfangið [email protected]
Hægt er að stofna fyrirtækjareikning inni á vefsíðu Bako Ísberg og skoða allt úrvalið fyrir fagmenn, en þar munu öll sérkjör koma fram.
Bako Ísberg býður Pétur hjartanlega velkominn til starfa
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit