Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarameistarinn skilaði 53 milljóna hagnaði
Hagnaður Bakarameistarans dróst saman um 28,5% milli ára. Bakarameistarinn ehf., sem er að fullu í eigu Sigþórs Sigurjónssonar, hagnaðist um tæplega 53,1 milljón króna eftir skatta árið 2014. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.
Hagnaðurinn dróst umtalsvert saman milli ára, eða um 28,5 prósent. Árið 2013 var hagnaðurinn tæpar 73,9 milljónir króna. Handbært fé fyrirtækisins jókst um næstum 9,3 milljónir króna, úr 94,9 milljónum í 104,2 milljónir, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins jukust úr 327,1 milljón króna í 346,6 milljónir króna. Þá jukust skuldir Bakarameistarans jafnframt úr 179,3 milljónum króna í 195,7 milljónir króna.
Bakarameistarinn rekur sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu og var fyrirtækið stofnað árið 1977.
Greint frá á vb.is.
Mynd: bakarameistarinn.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






