Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarameistarinn skilaði 53 milljóna hagnaði
Hagnaður Bakarameistarans dróst saman um 28,5% milli ára. Bakarameistarinn ehf., sem er að fullu í eigu Sigþórs Sigurjónssonar, hagnaðist um tæplega 53,1 milljón króna eftir skatta árið 2014. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.
Hagnaðurinn dróst umtalsvert saman milli ára, eða um 28,5 prósent. Árið 2013 var hagnaðurinn tæpar 73,9 milljónir króna. Handbært fé fyrirtækisins jókst um næstum 9,3 milljónir króna, úr 94,9 milljónum í 104,2 milljónir, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins jukust úr 327,1 milljón króna í 346,6 milljónir króna. Þá jukust skuldir Bakarameistarans jafnframt úr 179,3 milljónum króna í 195,7 milljónir króna.
Bakarameistarinn rekur sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu og var fyrirtækið stofnað árið 1977.
Greint frá á vb.is.
Mynd: bakarameistarinn.is

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni1 dagur síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan