Vertu memm

Freisting

Bakarameistarar mótmæla verðhækkun á raforku

Birting:

þann

Á aðalfundi Landssambands bakarameistara var samþykktályktun þar sem mótmælt er harðlega þeirri miklu hækkun sem orðið hafi á verði á raforku til bakaría frá því ný orkulög tóku gildi í byrjun síðasta árs.

Í ályktuninni segir, að stærstur hluti raforkunotkunar í bakaríum fari fram á þeim tíma sólarhrings þegar almenn orkunotkun sé í lágmarki. Bakarí hafi hingað til notið betri kjara af þeim sökum gegn því að hægt væri að rjúfa rafmagn til þeirra á öðrum tímum sólarhringsins.

„Við breytingar á orkulögum var þeim samningum rift með einu pennastriki og við það hækkaði rafmagnsverð til bakaría um allt að 50%. Þessar hækkanir hafa smám saman verið að koma í ljós frá því nýju orkulögin tóku gildi og enda óhjákvæmilega í hærra vöruverði. Bakarameistarar telja þessa hækkun ekki vera í samræmi við vilja stjórnvalda til að lækka verð á matvælum og hvetja orkusala til að koma til móts við óskir bakara um að leita leiða til að lækka orkuverð,“ segir í ályktuninni.

Greint frá á mbl.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið