Uppskriftir
Bakaður Camembert með hindberjum
Gott er að gera einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sé á eftir vel heppnaða máltíð.
Fyrir 4
Hráefni:
1 stk. Camembert, Gullost, Auður eða annar hvítmygluostur
nokkur hvítlauksrif
50 ml góð ólífuolía
1 msk. hindberjasulta
1 askja hindber
stökkt kex eða brauð
Aðferð:
Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar.
Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum.
Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali.
Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi







