Uppskriftir
Bakaður Camembert með hindberjum
Gott er að gera einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sé á eftir vel heppnaða máltíð.
Fyrir 4
Hráefni:
1 stk. Camembert, Gullost, Auður eða annar hvítmygluostur
nokkur hvítlauksrif
50 ml góð ólífuolía
1 msk. hindberjasulta
1 askja hindber
stökkt kex eða brauð
Aðferð:
Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar.
Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum.
Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali.
Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora