Uppskriftir
Bakaður Camembert með hindberjum
Gott er að gera einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sé á eftir vel heppnaða máltíð.
Fyrir 4
Hráefni:
1 stk. Camembert, Gullost, Auður eða annar hvítmygluostur
nokkur hvítlauksrif
50 ml góð ólífuolía
1 msk. hindberjasulta
1 askja hindber
stökkt kex eða brauð
Aðferð:
Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar.
Þá er osturinn bakaður við 170 °C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum.
Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali.
Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi.
Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína