Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bakað opnar formlega á Keflavíkurflugvelli – Ágúst bakari: „Við ætlum að leggja áherslu á góða en einfalda rétti….“
Kaffihúsið Bakað hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli. Kaffihúsið, sem er það fyrra af tveimur sem til stendur að opna, er staðsett á innritunarsvæðinu á 1. hæð og því aðgengilegt öllum sem um flugvöllinn fara. Þar er í boði gómsætt bakkelsi, nýbakað brauð og pizzur, heilsusamlegir safar, salöt og rjúkandi heitt gæðakaffi frá Te & kaffi.
„Við ætlum að leggja áherslu á góða en einfalda rétti, ferskt brauðmeti og pizzur og hlökkum til að fá að baka ofan í gesti flugvallarins og senda þá sadda og sæla í háloftin.
Við leggjum áherslu á hraða og góða þjónustu fyrir gesti sem eru á ferðinni en bjóðum líka upp á virkilega fallega hannað svæði fyrir þau sem vilja setjast niður og eiga notalega stund.“
Segir Ágúst Einþórsson, bakari og hugmyndasmiður að vöruframboði Bakað.
Það er HAF Studio sem sér um hönnun staðanna tveggja en hönnunarstofan hefur undanfarin ár komið að hönnun fjölmargra veitingastaða og mathalla.
„Það var skemmtileg áskorun að skapa notalegt umhverfi og upplifun fyrir gesti Keflavíkurflugvallar. Við völdum náttúrulega eik í bland við fallegt leður í sætisrýminu, dempaða lýsingu og einfalt og stílhreint útlit. Við vildum skapa umhverfi þar sem gestum líður vel og vilja sitja og njóta fyrir flug,“
segir Hafsteinn Júlíusson, eigandi HAF Studio.
Fyrra kaffihús Bakað hefur þegar verið opnað hjá innritunarrýminu en það síðara verður opnað síðar á árinu inni á verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar.
„Eftir því sem farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari og því er Bakað alveg einstaklega góð viðbót í veitingaflóru flugvallarins. Við erum stöðugt að vinna að því að bæta upplifun
farþega og þjónustu við þá og með Bakað fjölgar sannarlega valmöguleikum þeirra,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga á Keflavíkurflugvelli.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun