Smári Valtýr Sæbjörnsson
Axel Þorsteinsson verður yfirbakari hjá Bouchon Bakery í Kúveit
Nú er það orðið staðfest að Axel Þorsteinsson bakari er á leið til Kúveit að starfa hjá frægu Bouchon Bakery keðjunni sem að matreiðslumeistarinn Thomas Keller á og rekur.
Bouchon Bakery er staðsett í Bandaríkjunum og er undirbúningur í fullum gangi að opna bakarí í Kúveit, Dubai og Qatar. Axel verður yfirbakari í Kúveit og síðar þegar nær dregur að opnun á bakaríunum í Dubai og Qatar, þá verður Axel á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Axel hefur störf í nóvember næstkomandi og hefst ferlið með þjálfun í New York og því næst er ferðinni heitið til Kúveit, en um 25 manns koma til með að starfa hjá Bouchon Bakery Kúveit.
Hvernig kom það til að þú fékkst starfið hjá Bouchon Bakery?
Bill hjá Culinary Institute of America (CIA) var beðinn um að finna einhverja góða sem kæmu til greina fyrir þessa stöðu í Kúveit. Bill hafði samband við Henrý þór, bakara hjá Reyni Bakara og hann hefur samband við mig því hann vissi að ég væri að leita af einhverju nýju áhugaverðu starfi.
Hvernig var umsóknarferlið?
Bill hafði samband við mig í gegnum Skype, þar gaf hann meðmæli áfram til fyrirtækis sem sér um ráðningar í þetta verkefni. Þar næst höfðu þau samband og tóku annað viðtal við mig þar sem farið var yfir alla flóruna. Þar næst sagði Bill mér frá stöðunni í þetta í verkefni og vildi vita hvort ég hafði áhuga á að halda áfram með umsóknarferilinn, sem ég svaraði játandi.
Ég fékk svo tölvupóst frá þeim og átti að undirbúa mig fyrir annað viðtal, þar sem mér var sagt meira um hvað framundan væri. Því næst var Skype viðtal þar sem spurt var út í allskyns um hvernig ég myndi tækla erfiða hluti sem myndu koma upp í stöðunni osfr. Þar eftir var allt metið og ég endaði með að fá starfið.
Ertu búinn að heyra í matreiðslumeistaranum Thomas Keller?
Ekki ennþá, en ég hitti hann þegar ég fer í þjálfun til New York
Færðu að breyta einhverju eða er allt unnið eftir Bouchon Bakery formúlunni?
Ég byrja á því að koma Bouchon Bakery karakterinum í gang og framleiða vörurnar eins og er gert í Bandaríkjunum, halda uppi stöðugleika, gæði og kostnað. Svo sjáum við til hvað gerist eftir það.
Mynd: Klúbbur Matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti