KM
Ávarp forseta
Kæru félagar
Ég þakka traustið sem mér var sýnt með því að treysta mér fyrir embætti forseta KM á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara á Akureyri 8.maí síðastliðinn. Þá vil ég fyrir hönd allra félagsmanna þakka fráfarandi forseta KM Alfreð Ó Alfreðssyni fyrir gott starf í þágu klúbbsins sem og öðrum fráfarandi stjórnarmönnum og bjóða jafnframt nýja stjórnarmenn velkomna.
Það voru merk tímamót í sögu KM þegar ný deild klúbbsins KM Norðurland var formlega stofnuð á aðalfundi í maí síðastliðinn. Vil ég óska Norðlendingum innilega til hamingju með áfangann og bjóða nýja félaga velkomna og hvetja þá sem aðra til að starfa af krafti innan klúbbsins og mæta vel á okkar fundi og viðburði. KM Norðurland á eftir að vaxa og dafna á komandi árum og skila félögunum ánægju og ávinningi af starfinu ef vel er staðið að málum. það er gömul saga og ný að í félagsstarfi sem okkar er bara tekið út af því sem áður hefur verið lagt inn fyrir.
Það er mikið um að vera í starfi KM á næstu mánuðum og næg verkefni fyrir áhugasama félaga sem vilja leggja starfinu lið. Formlegt starfsár okkar hefst með félagsfundi í Hótel og Matvælaskólanum þann 9. september næstkomandi og vil ég hvetja félagsmenn til að mæta þar og hefja starfið af krafti. Dagana 23-26. september stendur KM fyrir Matardögum 2010 í Vetrargarðinum í Smáralind þar sem ýmsir viðburðir í keppnis og sýningarhaldi verða á boðstólum. Þar er hápunkturinn í fjögurra daga dagskrá keppnin um Matreiðslumann ársins.
Þann 20. október fögnum við alþjóða kokkadeginum að vanda. Þá er kokkalandsliðið okkar að leggja lokahönd á undirbúning fyrir heimsmeistaramót í matreiðslu-Culinary World Cup sem fer fram í Lúxemborg 20-24. nóvember næstkomandi. Undirbúningur liðsins fyrir mótið hefur staðið yfir í rúmt ár og er metnaðurinn mikill.
Árlegur Hátíðarkvöldverður KM verður á sínum stað í byrjun janúar en Hátíðarkvöldverðurinn er okkar vettvangur til að sýna svart á hvítu fyrir hvað við stöndum sem fagmenn gagnvart okkar gestum og samstarfsaðilum. Auk þessa verða að venju mánaðarlegir félagsfundir sem stjórnin mun kappkosta að hafa sem fjölbreyttasta.
Með kveðju
Hafliði Halldórsson
Forseti KM
Hafliði Halldórsson
Forseti KM

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?