Vertu memm

Uncategorized

Austurrísk vín fá góða umfjöllun í Gestgjafanum

Birting:

þann

Austurrísk víngerð er einhver sú mest spennandi um þessar mundir þegar litið er til heimsins alls og alveg makalaust hversu góð þessi vín eru að jafnaði. Þótt hvítvín hafi verið meira áberandi í Austurríki og þá úr þrúgum eins og grüner veltliner og riesling eru rauðvínin ekki síður spennandi úr þrúgum eins og zweigelt og blaufränkisch (Kollwentz Blaufränkisch Vom Leithagebirge 2003) sem eru staðbundnar austurrískar þrúgur. Og nú vil ég að lesendur Gestgjafans taki við sér og prófi sjálfir hversu góð þessi vín eru. Þetta vín er meðaldjúpt og þétt að sjá með rauðfjólubláan lit og meðalopna angan af rauðum, sultuðum berjum í bland við dökk ber, pipar, sveskju, kaffi, bláberjasultu, vanilla og jörð. Í munni er það þurrt, þétt og langt með töluverð tannin og flotta byggingu. Það rís hátt og lifir lengi og í því má finna mjög dökk ber, kirsuber, apótekaralakkrís, sveskju, pipar og þurrkaða ávexti. Kryddað og glæsilegt vín sem er flott með rauðu kjöti, villibráð og bragðmiklum pastaréttum.

Í reynslusölu vínbúðanna 1.930,-. Góð kaup. Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.

Þorri Hringsson.

 

Af heimasíðu Víno

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið