Nemendur & nemakeppni
Austurlenskt þema hjá nemendum í grunndeild matvæla- og ferðagreina – Myndir
Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri byggja smám saman upp þekkingar- og reynslubanka. Æfingin skapar meistarann og fá nemendur fá alltaf að glíma við eitthvað nýtt.
Þrisvar í viku er verkleg kennsla og er grunndeildarkrökkunum skipt í þrjá hópa, tveir þeirra eru í eldhúsinu með kennurunum Ara Hallgrímssyni og Marínu Sigurgeirsdóttur og þriðji hópurinn er í borðsalnum og meðtekur þar boðskap Eddu Bjarkar Kristinsdóttur um allt mögulegt er lýtur að framreiðslu matar, að leggja á borð eftir kúnstarinnar reglum o.fl.
Þegar litið var inn í verklegan tíma í liðinni viku var vel unnið á öllum vígstöðvum. Þema dagsins var austurlenskur matur; m.a. svínakjötspottréttur, núðluréttur, nautakjötsstrimlar og meðlæti var m.a. nýbökuð naan brauð og gúrku raita.
Grunndeild matvæla gefur nemendum gott og hagnýtt nám, hvort sem þeir kjósa að halda áfram í þeim greinum sem námið er grunnur að, matreiðsla, bakstur, framreiðsla, kjötiðn eða matartækni, eða eru bara að læra fyrir lífið sjálft.
Allir þurfa jú að elda fyrir sig og sína og þá kemur sér vel að hafa farið í gegnum tveggja anna grunnnám í VMA. Nemendurnir sem hófu nám sitt í upphafi þessa skólaárs halda áfram eftir áramót og ljúka grunndeildinni næsta vor.
Í námi eins og í grunndeild matvæla eru snertifletirnir vissulega margir. Ætla mætti því að á tímum covid þurfi að fara sérstaklega gætilega og passa upp á hlutina.
Ari Hallgrímsson matreiðslumeistari og brautarstjóri segir að það sé vissulega rétt en hreinlæti sé eitt af fyrstu og mikilvægustu boðorðunum sem nemendur læri í náminu á matvælabraut og því þurfi þeir frá fyrsta degi að tileinka sér strangar hreinlætis- og heilbrigðiskröfur – óháð því hvort covid heimsfaraldur er í gangi eða ekki.
Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: vma.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður