Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Austurlenskt þema hjá nemendum í grunndeild matvæla- og ferðagreina – Myndir

Birting:

þann

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri byggja smám saman upp þekkingar- og reynslubanka. Æfingin skapar meistarann og fá nemendur fá alltaf að glíma við eitthvað nýtt.

Þrisvar í viku er verkleg kennsla og er grunndeildarkrökkunum skipt í þrjá hópa, tveir þeirra eru í eldhúsinu með kennurunum Ara Hallgrímssyni og Marínu Sigurgeirsdóttur og þriðji hópurinn er í borðsalnum og meðtekur þar boðskap Eddu Bjarkar Kristinsdóttur um allt mögulegt er lýtur að framreiðslu matar, að leggja á borð eftir kúnstarinnar reglum o.fl.

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Þegar litið var inn í verklegan tíma í liðinni viku var vel unnið á öllum vígstöðvum. Þema dagsins var austurlenskur matur; m.a. svínakjötspottréttur, núðluréttur, nautakjötsstrimlar og meðlæti var m.a. nýbökuð naan brauð og gúrku raita.

Grunndeild matvæla gefur nemendum gott og hagnýtt nám, hvort sem þeir kjósa að halda áfram í þeim greinum sem námið er grunnur að, matreiðsla, bakstur, framreiðsla, kjötiðn eða matartækni, eða eru bara að læra fyrir lífið sjálft.

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Ari Hallgrímsson kennir réttu handtökin

Allir þurfa jú að elda fyrir sig og sína og þá kemur sér vel að hafa farið í gegnum tveggja anna grunnnám í VMA. Nemendurnir sem hófu nám sitt í upphafi þessa skólaárs halda áfram eftir áramót og ljúka grunndeildinni næsta vor.

Í námi eins og í grunndeild matvæla eru snertifletirnir vissulega margir. Ætla mætti því að á tímum covid þurfi að fara sérstaklega gætilega og passa upp á hlutina.

Ari Hallgrímsson matreiðslumeistari og brautarstjóri segir að það sé vissulega rétt en hreinlæti sé eitt af fyrstu og mikilvægustu boðorðunum sem nemendur læri í náminu á matvælabraut og því þurfi þeir frá fyrsta degi að tileinka sér strangar hreinlætis- og heilbrigðiskröfur – óháð því hvort covid heimsfaraldur er í gangi eða ekki.

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Fleiri myndir er hægt að skoða með því að smella hér.

Myndir: vma.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið