Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Átta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi

Birting:

þann

Friðheimar opna glæsilega vínstofu

Síðan vínstofa Friðheima opnaði fyrir tveimur árum hefur hún vakið verðskuldaða athygli og öðlast sess sem einn af vinsælustu viðkomustöðum svæðisins.

Vínstofa Friðheima býður upp á nýjan og hátíðlegan átta rétta jólaplatta, þar sem íslensk jólahefð blandast evrópskum blæ. Matreiðslumeistari Friðheima, Jón K. B. Sigfússon ásamt matreiðslumönnum Vínstofunnar, Robert Urzykowski og Natalia Cieplucha, þróuðu plattann saman, og segja þeir að markmiðið hafi verið að sameina hefðir og nýsköpun á smekklegan hátt.

Jón K. B. Sigfússon matreiðslumeistari

„Við leituðum bæði í íslenska nostalgíu og fjölbreytta matarmenningu starfsfólksins okkar,“

segir Jón.

„Hver réttur á sér sína sögu, og saman mynda þeir heild sem fangar jólastemningu á nútímalegan hátt.“

Átta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi

Fimm forréttir byggðir á hefð og léttu tvisti

Á plattanum er að finna fimm forrétti, meðal annars:

– Kalda græntómatasúpu úr tómötum úr gróðurhúsinu, með eplum og gúrku.
– Aðventusíld á hverabökuðu rúgbrauði með rauðrófum.
– Tvíreykt hangikjöt og grænbaunamús í stökkri kornklemmu með rauðkáli.
– Grafna bleikju með íslensku wasabi- og dillkremi á stökkri flatkökuflögu.
– Portvínsleginn gráðaost á piparkökumulningi með vínberjahlaupi úr vínberjum Vínstofunnar.

Átta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi

Aðalréttur með ítölskum áhrifum

Aðalrétturinn er krónhjartarhryggvöðvi og andabringa, borin fram á mandarínupolentu með döðlum og sveppum og rjómalagaðri skógarsveppasósu. Polentan gefur réttinum mildan, jólalegan og örlítið sætan undirtón.

Átta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi

Sætur endir

Eftirrétturinn er jólavanilluís á jarðarberjasökli, með heimalagaðri jarðarberjasósu úr jarðarberjum úr ræktun Friðheima.

Jólaplattinn kostar 10.500 krónur og verður í boði til 31. desember, kl. 17:00–20:00. Léttari útgáfa er einnig í boði yfir daginn, kl. 12:00–17:00.

Nágrannarnir í Blue Hotel Fagrilundi bjóða gestum sérstakt hátíðartilboð: Jólaplatti fyrir tvo + gisting með morgunverði á 39.800 kr.

Bókanir fara fram í gegnum [email protected].

Átta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið