Markaðurinn
Átt þú góða uppskrift af vetrarkokteil? Skilafrestur er 28. febrúar
Barþjónaklúbbur Íslands, í samstarfi við Finlandia Vodka, eru að leita að Vetrarkokteil Finlandia og geta allir barþjónar tekið þátt.
Það er til mikils að vinna, en sigurvegarinn mun hljóta glæsileg ferðaverðlaun ásamt vinning í fljótandi formi!
Til að taka þátt þá þarftu senda inn uppskrift með lýsingu á íslensku og ensku á netfangið [email protected]. Ekki gleyma að láta fallega mynd af drykknum fylgja með.
Einu reglurnar eru þær að drykkurinn þarf að innihalda að lágmarki 3 cl af Finlandia Vodka og barinn þar sem þú starfar þarf að eiga Finlandia Vodka í hillunni.
Fjölbreytt úrval bragðbætts vodka frá Finlandia: Lime, Cranberry, Grapefruit & Mango.
Erlend dómnefnd sem skartar Pekka Pellinen, Global Brand Mixologist fyrir Finlandia í fararbroddi velur 8 drykki sem komast í úrslit og innlend dómnefnd mun svo skera úr um sigurvegara þann 4. mars.
Taktu fram Finlandia flöskurnar þínar og leyfðu sköpunargleðinni að taka völdin!
Skilafrestur er til og með 28. febrúar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






